fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Ferðakonan sem féll í Brúará er látin

Ritstjórn DV
Laugardaginn 7. júní 2025 09:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alvarlegt slys varð í gær þegar erlendur ferðamaður, kona á fertugsaldri, féll í Brúará við Hlauptungufoss. Tilkynning um slysið barst klukkan 16:15 og var fjölmennt lið viðbragðsaðila kallað út. Konan fannst fljótt eftir að fyrstu viðbragðsaðilar mættu á vettvang, en hún var úrskurðuð látin á staðnum.

Rannsókn á tildrögum slyssins er nú í höndum rannsóknardeildar Lögreglustjórans á Suðurlandi.

Um er að ræða þriðja ferðamanninn sem lætur lífið í Brúará síðustu þrjú árin. Í september á síðasta ári lést ferðamaður frá Katar lífið eftir að hann féll í Hlauptungufoss í Brúará. Hann var um þrítugt og var á ferðalagi með fjölskyldu sinni. Árið 2022 lést kanadískur fjölskyldufaðir í hörmulegu slysi þegar hann reyndi að bjarga syni sínum sem féll í ána. Honum tókst að bjarga syni sínum en svo hrifsaði straumþung áin manninn með sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

„Það svíður mig að ævistarf sé glæpavætt“

„Það svíður mig að ævistarf sé glæpavætt“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs mætir fjárhagslegum áskorunum – „Hefur gengið í gegnum ítrekuð áföll“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs mætir fjárhagslegum áskorunum – „Hefur gengið í gegnum ítrekuð áföll“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld