fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Netverjar keppast við að hringja í númerið sem sendi Semu Erlu þessi viðbjóðslegu skilaboð

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. júní 2025 18:41

Sema Erla

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baráttukonan Sema Erla Serdaroglu hefur lengi verið á milli tannanna á fólki sem deilir ekki skoðunum hennar á til að mynda innflytjendamálum. Umtalið hefur í sumum tilvikum leitt til ógeðsfellds áreitis í gegnum tíðina. Nýjasta dæmið eru skilaboð sem að Semu Erlu barst um miðja nótt úr tilteknu farsímanúmeri sem voru í meira lagi vanstillt.

„Þessi sms skilaboð biðu mín þegar ég vaknaði í morgun. Ég ætla ekki að kafna í þessum skít og skila hér með skömminni til raunverulegs eiganda hennar. Ef einhver veit hver á þetta símanúmer myndi ég gjarnan vilja heyra frá viðkomandi. Ég er aðeins öruggari ef ég veit hvaða fólk ógnar tilverurétti mínum,“ skrifar Sema Erla á Facebook-síðu sína og birtir skjáskot af skilaboðunum og númerinu sem þau bárust úr.

 

„Þú ert ekki bara for ljótasta konan á Íslandi heldur líka sú mest illrætta ógeðslega tæfa sem fyrirfinnst á jarðríki. Þú ert ekki heldur og verður aldrei Íslendingur. Tyrkir vilja ekki sjá þig heldur hlæja þeir eins og allir aðrir að feitu píkunni á þér sem að þú girðir upp á ógeðslegu ístruna á þér,“ segir í skilaboðum.

Óhætt er að fullyrða að færsla Semu Erlu hafi vakið mikil viðbrögð og er Sema Erla hvött til þess að tilkynna þau þegar í stað til lögreglunnar. „Á milli svona skilaboða og hryðjuverka er ekki langt bil,“ segir einn FB-vinur Semu Erlu.

Sumir netverjar sem brugðust við færslunni ákváðu þegar í stað að byrja að hringja ótt og títt í númerið. Fæstir náðu í gegn nema ein sem það gerði sagði að íslensk kona hefði svarað, sagst vera stödd erlendis og lagt þegar í stað á.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fiskabúr sprakk á veitingastað og lifandi fiskar út um allt

Fiskabúr sprakk á veitingastað og lifandi fiskar út um allt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan leitar að þessu fólki

Lögreglan leitar að þessu fólki