fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Skora á Kópavogsbæ að slaka á í hækkun leikskólagjalda – Nú þegar með hæsta gjaldið á landinu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. júní 2025 16:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök foreldra leikskólabarna í Kópavogi – Samleik – lýsa yfir áhyggjum vegna hækkunar á leikskólagjöldum sem tók gildi þann 1. apríl. Formaður samtakanna, Örn Arnarson, segir í grein sem hann birti á Vísi í dag að um sé að ræða aðra hækkun bæjarins á árinu, en samkvæmt regluverki hefur Kópavogsbær heimild til að hækka gjöldin tvívegis til viðbótar á þessu ári.

„Þetta vekur spurningar um forgangsröðun meirihlutans í bæjarstjórn,“ skrifar Örn og segir að það sé nú staðreynd að gjaldskrá Kópavogs fyrir leikskóla sé sú hæsta á landinu. Ekkert annað sveitarfélag rukki jafn hátt gjald fyrir átta tíma vistun. Örn bendir á að samkvæmt nýjustu gögnum séu 41,5 prósent leikskólabarna í Kópavogi í átta tíma eða lengur á leikskólanum, en meðaltal dvalartíma er 7,3 klukkustundir.

Árið 2023 kynnti Kópavogsbær nýja stefnu í leikskólamálum með það fyrir augum að styrkja starfsumhverfi leikskóla og auka stöðugleika í þjónustu. Bærinn fór að bjóða upp á 6 klukkustunda gjaldfrálsa leikskólavist og aukinn sveigjanleika í dvalartíma. Þessi stefna fékk nafnið Kópavogsmódelið. Bæjarstjóri Kópavogs, Ásdís Kristjánsdóttir, sagði í ágúst að módelið hefði reynst vel en ekki hafi þurft að loka leikskólum vegna manneklu frá því að breytingarnar tóku gildi, flestir leikskólar væru fullmannaðir og fleiri börn höfðu fengið leikskólapláss. 46 prósent foreldra höfðu þá stytt dvalartíma barna sinna sem hafi dregið úr áreiti og álagi á börn og starfsfólk.

Örn segir að vissulega hafi Kópavogsmódelið veitt sumum foreldrum afslátt eða niðurfellingu gjalda, en það séu þó ekki allir í þeirri stöðu að geta nýtt sér þetta. Því hafi Kópavogsmódelið hækkað útgjöld hjá fjölmörgum fjölskyldum og dregið úr getu þeirra til að stunda nám og vinnu. Kópavogur hafi, samanborði við nágrannasveitarfélögin, hækkað leikskólagjöld meira og oftar.

„Þetta verður enn óskiljanlegra í ljósi þess að Kópavogsbær hefur skilað miklum hagnaði á undanförnum misserum. Sá hagnaður virðist hins vegar ekki skila sér í bættum kjörum fyrir barnafjölskyldur – heldur á að ráðast í lækkun á fasteignagjöldum.“

Samleik veltir því fyrir sér hvers vegna, ef hægt er að lækka fasteignagjöld, sé ekki hægt að lækka leikskólagjöldin.

„Við hvetjum meirihlutann í bæjarstjórn Kópavogs til að endurskoða þessa stefnu. Foreldrar vilja ekki sjá fleiri gjaldskrárhækkanir – þeir vilja sjá réttláta og sanngjarna þjónustu sem tekur mið af raunverulegum þörfum fjölskyldna.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fiskabúr sprakk á veitingastað og lifandi fiskar út um allt

Fiskabúr sprakk á veitingastað og lifandi fiskar út um allt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan leitar að þessu fólki

Lögreglan leitar að þessu fólki