fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Blindfullur flugdólgur olli truflun í flugi frá Keflavík til Gdansk

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 4. júní 2025 16:30

Maðurinn hlýddi ekki fyrirmælum áhafnar og olli truflun. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugdólgur var handtekinn eftir flug Wizz frá Keflavík til borgarinnar Gdansk í Póllandi. Maðurinn er talinn hafa verið undir áhrifum og olli vandræðum gagnvart bæði öðrum farþegum og áhöfn.

Flugdólgurinn er 35 ára pólskur karlmaður, búsettur í borginni Wloclawek, eins og kemur fram í pólska miðlinum Strazgraniczna. Hann var handtekinn eftir óspektir í farþegaflugvél á leið frá Keflavík til Gdansk á mánudag, 2. júní.

Flugturninum á Lech Walesa flugvellinum í Gdansk var gert viðvart um að maður væri með dólgslæti í flugvélinni og að áhöfnin þyrfti aðstoð eftir lendingu. Biðu fulltrúar flugvallarlögreglunnar eftir honum við lendingu.

Flugstjórinn greindi frá því að maðurinn væri sennilega undir áhrifum áfengis. Einnig að hann væri að valda öðrum farþegum og áhöfn truflun. Þá hlýddi hann ekki fyrirmælum áhafnarinnar.

Eftir handtöku var maðurinn settur beint í áfengispróf og mældist í honum 3,65 prósent alkóhólmagn. Var farið með hann rakleitt í sérstaka neyðarvistun fyrir fólk með mikinn áfengisvanda. Einnig var hann sektaður fyrir uppákomuna en upphæðin er ekki tiltekin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fiskabúr sprakk á veitingastað og lifandi fiskar út um allt

Fiskabúr sprakk á veitingastað og lifandi fiskar út um allt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan leitar að þessu fólki

Lögreglan leitar að þessu fólki