fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Á þessum tímum dags áttu að taka snjallúrið af þér

Pressan
Þriðjudaginn 17. júní 2025 19:30

Það er gott að taka snjallúrið af sér á ákveðnum tímapunktum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við notum þau til að telja skref, skrá hversu lengi við sofum og til að hafa stjórn á hinum ýmsu tilkynningum sem rignir yfir okkur alla daga. Snjallúr eru orðin hluti af hinu daglega lífi og margir telja sig ekki geta komist af án þeirra. En samkvæmt því sem aðferðarfræðingurinn Serge Eliseeff segir, þá er góð ástæða til að vera ekki með þau á handleggnum allan sólarhringinn.

„Við höfum gert ósköp venjulega hluti, eins og að ganga og sofa, að mælanlegum hlutum sem okkur finnst að við þurfum sífellt að bæta. Þetta gerir að verkum að við eigum aldrei algjört frí,“ segir Serge sem er forstjóri Online Free Games og ráðgjafi varðandi stafræna hegðun.

Hann ráðleggur fólki því að taka sér meðvitaðar pásur frá snjallúrunum, ekki eingöngu vegna andlegs heilbrigðis, heldur einnig vegna líkamlegrar vellíðunar.

Hann segir að á eftirtöldum tímapunktum eigi fólk að taka snjallúrið af sér:

Á meðan borðað er (venjulega á milli 12-12 og 18-19) – Það getur virst meinlaust að vera með snjallúr á sér við matarborðið en það truflar meira en þú heldur. „Það síðasta sem þú hefur þörf fyrir, á meðan þú borðar, er úr sem titrar á fimm mínútna fresti. Taktu það af þér og vertu til staðar, bæði fyrir  matinn og félagsskapinn,“ segir Serge.

Á kvöldin (19-21) – Þegar líkaminn þarf að róast, þá eiga skjáir og gagnasafnarar að taka sér hlé. „Við eigum að hverfa frá hugsuninni um að það þurfi að mæla allt og bæta, sérstaklega þegar við reynum að slaka á,“ segir hann. Snjallúr, sem minnir þig á að þú hafir ekki hreyft þig í þetta margar mínútur eða sendir þér uppfærslur, getur verið allt annað en afslappandi.

Á meðan sofið er (22-06) – Þrátt fyrir að margir noti snjallúr til að mæla svefngæðin, þá getur það, svo undarlegt sem það nú er, dregið úr svefngæðunum. „Blátt ljós og veikar rafsegulbylgjur (EMF) geta haft áhrif á svefninn, sérstaklega hjá viðkvæmu fólki,“ segir Serge sem ráðleggur fólki að taka úrið af sér 30 mínútum áður en farið er í rúmið.

Þegar þú ert í félagsskap með öðrum – Hvort sem þú ert að borða kvöldmat, á stefnumóti eða með börnunum, þá segir hann að þú eigir að láta úrið vera í vasanum. „Skilaboðin valda smávegis andlegum truflunum og taka þig úr núinu. Félagsleg nærveru er ekki hægt að mæla en hún er miklu mikilvægari en svo,“ segir hann.

Hann bendir á að snjallúr geti verið snilldartæki þegar kemur að heilsufari, skipulagi og hreyfingu en þegar þau eru alltaf í notkun, geti þau einnig valdið óróa, stressi og ómeðvitað gert fólk háð þeim.

„Úrið á að þjóna þér, ekki öfugt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum