fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Höskuldur rakst á vegg í Héraðsdómi – Áminningin stendur óhögguð

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. júní 2025 12:34

Höskuldur Þórhallsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús H. Breiðfjörð Traustason var í Héraðsdómi Suðurlands sýknaður af kröfum Höskuldar Þórs Þórhallssonar, lögmanns og fyrrum þingmanns Framsóknarflokksins. Málið hefur vakið nokkra athygli en það snerist um tilraun Höskuldar Þórs til að fá fellda niður áminningu sem úrskurðarnefnd lögmanna veitti honum. Magnús var sá sem lagði fram kvörtunina til lögmannafélagsins í málinu en til þess að fá áminninguna fellda niður þurfti Höskuldur Þór að fara í persónulegt mál við hann, en ekki sjálfa nefndina.

Sjá einnig: Höskuldur áminntur fyrir að halda eftir fjármunum erfingja í dánarbúi

Málið á sér langan aðdraganda en Höskuldur Þór var skipaður skiptastjóri í júlí 2020 í opinumberum skiptum í dánarbúi móður Magnúsar. Helsta eignin í búinu var íbúð í Reykjavík en þrátt fyrir að um einfalt uppgjör var að ræða tók vinnan við skiptin um eitt og hálft ár. Tillaga að skiptum var loks samþykkt í janúar 2022.

Um ári síðar fengu Magnús og aðrir erfingjar búsins kröfu frá skattinum þar sem kom í ljós að Höskuldur hafði ekki greitt erfðafjárskatt til sýslumanns. Í kjölfarið lagði Magnús, ásamt nokkrum öðrum erfingjum, fram kvörtun til úrskurðanefndar lögmanna sem endaði með því að veita Höskuldi Þór áminningu. Var sérstaklega tekið fram að Höskuldur Þór hefðio reynt að villa um fyrir nefndinni þegar svara var óskað.

Höskuldur Þór vildi hins vegar ekki una áminningunni og hélt því fram að sýslumanni hafi láðst að senda sérstaka tilkynningu til hans um að búið væri að leggja erfðafjárskattinn á. Fjármunirnir hafi bara legið inn á fjárvörslureikningi hans þar til að uppgjöri kæmi. Vildi hann því fá áminningunni hnekkt en til þess þurfti hann að draga Magnús fyrir dóm, eins einkennilega og það hljómar.

Dómurinn er ítarlegur en niðurstaðan var sú að Magnús var sýknaður af kröfum Höskuldar Þórs. Var hinum síðarnefnda gert að greiða tæpar 1,5 milljónir króna í málskostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“

Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Í gær

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu
Fréttir
Í gær

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs