fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Elliða nóg boðið eftir skrif Snærósar: „Mikið afskaplega er þetta óviðeigandi”

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. júní 2025 12:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, er ekki sáttur við skrif fjölmiðlakonunnar Snærósar Sindradóttur, og þá ákvörðun hennar að draga Bjarna Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, inn í þá umræðu sem verið hefur í gangi um mótmælafund hópsins Ísland, þvert á flokka sem fram fór um helgina.

Á fundinum hélt tengdasonur Bjarna, tónlistarmaðurinn Brynjar Barkarson úr ClubDub, meðal annars ræðu sem vakti talsverða athygli.

Sjá einnig: Rýnt í ræðu Brynjars sem hjólaði enn á ný í múslima – Samsæriskenningar, Tyrkjaránið, vistarbandið, sjóræningjar og íslensk menning

DV greindi svo frá pistli sem Snærós skrifaði á Facebook í morgun þar sem hún kom móður sinni, lögfræðingnum og lögmanninum fyrrverandi Helgu Völu Helgadóttur til varnar.

„Ein þrálátasta lygin sem vellur upp út rasistum landsins er sú að mamma mín hafi beinan fjárhagslegan hag af því að til Íslands komi hælisleitendur. Það líður ekki sá dagur að ég lesi ekki komment um þetta kjaftæði, og nýverið þurfti ég að leiðrétta bullið þegar það kom upp í fjölskylduspjalli vinkonu minnar,” sagði Snærós meðal annars en hún deildi skjáskoti af ummælum sem Brynjar lét falla um einmitt þetta um helgina.

Í lok pistilsins sagði hún síðan:

„Við Bjarna Benediktsson vil ég segja: Settu tappa í tengdasoninn. Hann er að sverta ímynd fjölskyldu þinnar og verða ykkur til stórfelldrar skammar.“

Sjá einnig: Snærós þreytt á lyginni um móður sína og segir Bjarna Ben að setja „tappa í tengdasoninn“

Elliði er ekki sáttur við að Bjarni skuli vera dreginn inn í málið. Hann segir í stuttri færslu á Facebook-síðu sinni:

„Mikið afskaplega er þetta óviðeigandi. Það er ætíð ömurleg lágkúra að veitast að fólki vegna fjölskyldutengsla. Það er sérstaklega skaðlegt í stjórnmálum. Það er sínu verra þegar gerðar eru árásir á fólk vegna tengsla við fyrrverandi stjórnmálafólk. Svo er það sérstakt rannsóknarefni hvað vinstra fólk á Íslandi leyfir Bjarna Ben að búa leigufrítt í höfðinu á sér.”

Í athugasemdum er Elliði spurður að því hvort það sé í góðu lagi að herja með lygum og þvælusögum á Helgu Völu. Elliði svarar því ákveðið og segir:

„Hvaða þvæla er þetta? Er ekki hægt að leiðrétta rangindi öðruvísi en að blanda tengdaföður þessa manns í umræðuna. Er vinstrafólki alveg fullkomlega ómögulegt að vera málefnalegt? Teljið þið ætíð rétt að bregst við gagnrýni með því að beina athyglinni að einhverju öðru sem er líka neikvætt, í stað þess að takast á við gagnrýnina sjálfa (Whataboutism).“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“
Fréttir
Í gær

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Í gær

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Í gær

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg