fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

„Að gefnu tilefni, vegna síendurtekinna ósanninda um fjárhagslega hagsmuni mína vegna þjónustu við flóttafólk“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 2. júní 2025 10:30

Helga Vala Helgadóttir. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar, segir ánægjulegt að fá að leiðrétta enn einu sinni ósannindi um fjárhagslega hagsmuni hennar hvað varðar vinnu hennar. Helga Vala segir síendurtekin ósannindi ekki verða sönn sama hversu lengi er tifað á þeim.

„Að gefnu tilefni, vegna síendurtekinna ósanninda um fjárhagslega hagsmuni mína vegna þjónustu við flóttafólk.

Sem lögmaður sinnti ég, auk annarra lögmannsstarfa, störfum sem talsmaður fólks á flótta fram í byrjun árs 2014, rétt eins og fjöldi kollega minna í lögmannsstétt.  Árið 2014 tók Rauði krossinn við þeim störfum og lauk þá störfum mínum fyrir íslenska ríkið. Eftir að Jón Gunnarsson rifti samningum við Rauða krossinn og fól verkefnið lögmönnum að nýju hef ég ekki tekið að mér eitt einasta talsmannaverkefni og má sjá lista lögmanna sem sinna því vanþakkláta hlutverki á heimasíðu Útlendingastofnunar,“

segir Helga Vala í færslu sinni á Facebook sem hún skrifar í tilefni skrifa Brynjars Bjarkasonar og fleiri um hún hafi beinan fjárhagslegan hag af því að til Íslands komi hælisleitendur.

„Ég hef hins vegar líkt og margir kollegar mínir sinnt  margvíslegum lögmannsstörfum gegn framlagi ríkis og sveitarfélaga, til að mynda fyrir brotaþola kynferðis- og heimilisofbeldis, fyrir börn og foreldra vegna samskipta barnaverndar, fyrir sakborninga í sakamálum, og fyrir brot úr tímakaupi fyrir þau sem hafa verið svipt fjárræði eða lögræði og þurfa stuðning við sitt daglega líf.

Svona er hluti starfa lögmanns í þágu borgaranna, og ánægjulegt að fá að leiðrétta enn einu sinni  síendurtekin ósannindi sem verða ekki sönn þótt tifað sé á þeim í á annan áratug.“

Dóttir Helgu Völu, Snærós Sindradóttir, tjáði sig um málið í morgun. 

Sjá einnig: Snærós þreytt á lyginni um móður sína og segir Bjarna Ben að setja „tappa í tengdasoninn“

Eiginmaður Helgu Völu, Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, tjáði sig um fundinn á Austurvelli á laugardag þar sem Brynjar hélt ræðu ásamt fleirum. Um eiginmann sinn segir Helga Vala: 

„Rétt er að geta þess einnig, að gefnu tilefni, að ég er feikilega vel gift öflugum greinanda á samfélagið í nútíma og sögulegu ljósi og er hann góður penni að auki. Hann skrifar sína pistla og ég mína.

Megi okkur bera gæfa til að lifa í kærleika og svæla burt það hatur sem grasserar í samfélagi okkar sem endurspeglast í kommentakerfinu. Namaste.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“

Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Í gær

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu
Fréttir
Í gær

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs