fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Björgólfur Thor svarar fyrir meintar njósnir – „Það kom ekkert út úr þessu verkefni“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 2. júní 2025 09:48

Björgólfur Thor Björgólfsson. Mynd: Aðsend.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þáttar Kveiks á RÚV þar sem fjallað er um njósnir fyrirtækisins PPP á þekktum einstaklingum árið 2012 fyrir Björgólf. Hann segist hafa séð upptökurnar sem sýndar voru í Kveik á sama tíma og aðrir landsmenn og það hafi komið honum í opna skjöldu að sjá hversu langt starfsmenn PPP gengu við vinnuna, starfsemin hafi verið kynnt honum sem lögleg upplýsingasöfnun. Segir Björgólfur að honum þyki miður að persónuupplýsingum fólks hafi verið safnað á þennan hátt og hann fordæmi vinnubrögðin og fagni fyrirhugaðri rannsókn dómsmálaráðherra.

„Ég kaus að svara ekki strax ásökunum sem á mig voru bornar í sjónvarpsþættinum Kveik sem birtist á Rúv undir lok síðasta mánaðar. Ástæðan er að langur tími er liðinn frá umræddum atburðum og sannreyna þurfti upplýsingar sem komu fram. Í grunninn snýr málið að meintum gagnaleka á viðkvæmum upplýsingum í fórum stjórnvalda. Það voru aðrir en ég sem höndluðu með þau gögn og þurfa að svara fyrir það.

Sá hluti málsins sem tengist mér og sneri að fullyrðingum um meintar njósnir á mínum vegum eru einfaldlega rangar. Upptökur sem sýndar voru í þættinum sá ég fyrst þann 30. apríl — á sama tíma og aðrir landsmenn.

Árið 2012 buðu fulltrúar PPP (Pars Per Pars) sig fram að fyrra bragði til að afla upplýsinga um aðila sem þá voru að undirbúa hópmálsókn gegn mér. PPP hafði þá starfað fyrir opinbera aðila og lögmannsstofur og starfsemin var kynnt sem lögleg upplýsingaöflun. Nokkrar staðreyndavillur komu fram í þætti Kveiks. Til að mynda voru, samkvæmt bókhaldsgögnum, greiddar 8 milljónir króna fyrir verkefnið, en ekki 33 milljónir eins og haldið hefur verið fram.

Það kom mér í opna skjöldu að sjá í Kveiksþættinum hversu langt starfsmenn PPP gengu í tengslum við þessar rannsóknir. Upptökur voru aldrei afhentar mér né starfsfólki mínu og voru því aldrei nýttar af okkur á nokkurn hátt. Það kom ekkert út úr þessu verkefni og engin frekari verkkaup urðu af okkar hálfu.

Mér þykir miður að persónuupplýsingum fólks hafi verið safnað og setið hafi verið um heimili þess — slík vinnubrögð fordæmi ég og hefði aldrei samþykkt ef mér hefði verið þau ljós.

Ég fagna því að dómsmálaráðherra hafi beint sjónum sínum að rannsókn á því hvernig trúnaðarupplýsingum í hirslum sérstaks saksóknara var lekið og hverjir keyptu þau gögn. Ég hef ekkert með það lekamál að gera.“

— Björgólfur Thor Björgólfsson

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga