fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Heimir Már urðar yfir hrafna Viðskiptablaðsins út af pistli um Ásthildi Lóu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 30. maí 2025 17:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Már Pétursson, framkvæmdastjóri og upplýsingafulltrúi Flokks fólksins, fer hörðum orðum um Viðskiptablaðið fyrir grein sem miðillinn birti í dag. Um er að ræða fastan ritstjórnardálk sem er eignaður hröfnum Óðins, Hugin & Munin.

Hrafnarnir fjölluðu í dag um þingmann Flokks fólksins, Ásthildi Lóu Þórsdóttur, sem sneri nýlega aftur til starfa eftir leyfi, og fullyrtu hrafnarnir að Ásthildur hefði tekið þá ákvörðun að ræða ekki framar við Ríkisútvarpið eftir fréttaflutning um einkalíf hennar. Höfðu hrafnarnir þetta eftir Magnúsi Geir Eyjólfssyni fréttamanni og fullyrtu að þingmaðurinn hefði tekið þessa ákvörðun eftir samráð við Heimi Má.

Heimir Már segir á Facebook að þarna séu hrafnarnir að halla réttu máli. Hið rétta sé að Magnús Geir hafi tekið fram að fréttastofa RÚV hafi óskað eftir viðtali við Ásthildi Lóu eftir að hún sneri til baka úr leyfi. Ásthildur hafi þó afþakkað og sagt að hún ætlaði ekki að ræða við fréttastofu um endurkomu sína.

„Þarna var ekkert fullyrt um að Ásta Lóa ætlaði aldrei framar að ræða við RÚV, enda gerði hún það ekki. Bara sagt að í dag hafi þingmaður sagt að hún ætlaði ekki að tala við fréttastofu RÚV.“

Dálkur hrafnanna hafi komið illa við blaðamann Samstöðvarinnar, Björn Þorláksson, sem hafi skrifað „hástemmdan pistil“ um hlutverk ríkismiðilsins sem hornstein lýðræðis ásamt vangaveltum um hvort þingmaður megi leyfa sér að útiloka þennan mikilvæga miðil.

Björn skrifað meðal annars: „Þegar Ásta Lóa segist aldrei oftar ætla að ræða við Rúv, vona ég að hún hafi ekki hugsað það mál til enda. Ég vona að Ásta Lóa muni endurskoða afstöðu sína.“

Heimir Már segir að hrafnar Viðskiptablaðsins, sem og Björn Þorláksson, hefðu betur haft rétt eftir Magnúsi Geir eða að minnsta kosti kannað sannleiksgildi fullyrðinga sinna með því að slá á þráðinn til Ásthildar Lóu.

„En hver þarf á góðum heimildum að halda þegar það dugar að vitna bara hvor í annan, burtséð frá allri nákvæmni? Allt sem fjölmiðlar segja er jú rétt og satt.

Eftir stendur að Ásthildur Lóa hefur aldrei sagt að hún muni aldrei framar ræða við fréttamenn RÚV þótt hún hafi ekki verið uppveðruð til að gera það á fyrsta degi eftir að hún sneri aftur til þings eftir þann storm sem RÚV átti upphafið af fyrir tveimur mánuðum. Svo einfalt er það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ