fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Fréttir

„Hún var níu mánuði á spítala en sjö mánuði heima“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 29. maí 2025 18:00

Bergþóra Björnsdóttir. Mynd: Skjáskot/RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dóttir Bergþóru Björnsdóttur kvikmyndagerðarkona, Bryndís Eva, lést aðeins 16 mánaða gömul. Í heimildarstuttmyndinni Uppskrift: lífið eftir dauðann fjallar Bergþóra  um það hvernig hún hélt áfram með lífið. Myndin hlaut Edduverðlaun í fyrra.

Bryndís Eva Hjörleifsdóttir fæddist 5. maí 2005. Fyrstu mánuðina var hún heilbrigð en örlítið á eftir í hreyfiþroska sem seinna kom í ljós að tengdist sjúkdómi.

„Hún var eiginlega bara svolítið magnaður karakter. Það er svolítið sérstakt að hún veikist þegar hún er sjö mánaða þannig að fram að því er hún bara svona venjulegt ungbarn. Hún var mjög skemmtilegur karakter,“ segir Bergþóra í viðtali við Viktoríu Hermannsdóttir í Kastljósi.

 „Þegar hún er sjö mánaða byrjar hún að fá krampa eina nóttina. Við vitum ekkert hvað það er. Ég finn að hún er óróleg, tek af henni sængina. Ég held að hún sé með hitakrampa eða eitthvað slíkt. Við förum niður á spítala og erum þaðan send til Reykjavíkur,“ en fjölskyldan bjó þá í Keflavík. 

„Þar er hún svæfð strax til að reyna ná tökum á krampanum. Það er haldið að hún sé með bólgur við heila. Hún fer í alls konar rannsóknir, kemur allt tip top út. Það lítur allt vel út. Enginn veit neitt í marga mánuði í rauninni.“

Greind með sjaldgæfan efnaskiptasjúkdóm

Eftir miklar rannsóknir kom í ljós að Bryndís Eva var með sjaldgæfan efnaskiptasjúkdóm. Henni var því ekki hugað líf en ekki var vitað hversu lengi hún myndi lifa. Næstu níu mánuðina bjuggu Bergþóra og faðir Bryndísar Evu á spítalanum með dóttur sinni.

„Það var bara ógeðslega erfitt. Þegar maður eignast barn þá er mjög fjarstæðukennt að maður hafi verið að ganga í gegnum allt saman, meðgöngu og fæðingu, fyrir hvað? Svo deyr einstaklingurinn. Það er mjög fjarstæðukennt. Í raun og veru frá fyrsta deginum á spítalanum þá vorum við í níu mánuði eftir það. Hún var níu mánuði á spítala en sjö mánuði heima.“

Bryndís Eva lést á Barnaspítala Hringsins 6. september 2006. Þá tók við erfitt verkefni fyrir foreldrana, að ná að fóta sig í heiminum á ný. Leiðir þeirra skildu um ári eftir andlát Bryndísar Evu og Bergþóra tók ákvörðun um að reyna að finna gleðina í litlu hlutunum.

„Ég var 22 ára þegar hún deyr og þá erum við búin að vera í níu mánuði á spítala. Ég hugsaði: Nú er ég búin að gráta í níu mánuði og ef ég er óheppin, af því að mig langaði náttúrulega að deyja með henni, þá þarf ég kannski að lifa í 70 ár í viðbót og verða níræð. Ég nenni ekki að gráta í 70 ár.

Hvernig heldur maður áfram að lifa þegar það dýrmætasta sem maður á er tekið frá manni? Þegar maður hefur upplifað hamingjuríkustu stund lífs síns, að halda á nýfæddu barninu sínu. Hvernig finnur maður hamingju eftir það?“

Horfa má á viðtalið við Bergþóru í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hræðilegt ofbeldi fjölskylduföður gagnvart konu og börnum – Missti fóstur eftir spörk í kvið

Hræðilegt ofbeldi fjölskylduföður gagnvart konu og börnum – Missti fóstur eftir spörk í kvið
Fréttir
Í gær

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Í gær

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“
Fréttir
Í gær

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóttir konunnar sem skemmtiferðaskipið skildi eftir rýfur þögnina

Dóttir konunnar sem skemmtiferðaskipið skildi eftir rýfur þögnina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk sér húðflúr á klósettinu á Laufeyjar tónleikum og endaði á spítala – „Þetta er hryllilega sárt“

Fékk sér húðflúr á klósettinu á Laufeyjar tónleikum og endaði á spítala – „Þetta er hryllilega sárt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar segir veðurspárnar hafa brugðist – „Mikil vonbrigði þessa vangeta reiknilíkananna og verulegt umhugsunarefni“

Einar segir veðurspárnar hafa brugðist – „Mikil vonbrigði þessa vangeta reiknilíkananna og verulegt umhugsunarefni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg uppákoma í Grafarvoginum – Keyrði utan í hjólreiðamann sem braut svo hliðarspegilinn

Ótrúleg uppákoma í Grafarvoginum – Keyrði utan í hjólreiðamann sem braut svo hliðarspegilinn