fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Foreldrar í Aþenu segja samskiptaráðgjafa ekki valda hlutverkinu – „Það er enginn trúverðugleiki“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 29. maí 2025 17:00

Mynd: Skjáskot YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Melsted, doktor í stærðfræði og Jóhanna Jakobsdóttir, doktor í líftölfræði eru foreldrar barna í íþróttafélaginu Aþenu og þekkja vel til starfa körfuknattleiksþjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar.

Í viðtali í Spjallinu með Frosta Logasyni ræða þau meðal annars um skýrslu sem samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsmála vann um þjálfunaraðferðir Brynjars Karls. Þau segja fræðileg vinnubrögð skýrslunnar fá algjöra falleinkun og telja ljóst að hún hafi í raun og veru verið pöntuð af Íþróttasambandi Íslands til þess að koma höggi á Brynjar Karl. Þá segja þau skýrsluna rýra allan trúverðugleika samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsmála og hafa farið fram á að Barna- og menntamálaráðuneytið geri úttekt á embættinu og vinnubrögðum þess.

„Ef ég myndi saka þig um eitthvað og þetta er nafnlaus ásökun þá gætir þú bara hugsað: „Ég veit ekki einu sinni hver þetta er. Ég get ekki matchað við raunveruleikann. Hún [Jóhanna] gat ekki áttað sig á hvaða atvik var verið að tala um,“

segir Páll og bætir við að Jóhanna hafi verið forrmaður Aþenu frá stofnun félagsins árið 2019 og komið mikið að starfinu. Hún sem formaður félagsins fékk skýrslu samskiptaráðgjafa ekki senda til sín.

„Ég er ekki hlutaðeigandi aðili, sem er mjög sérstakt. En í ÍBR, það er sem sagt Íþróttabandalag Reykjavíkur, KKÍ og ÍSÍ, og voru allir hlutaðeigandi aðilar og fengu afrit af skýrslunni. Og þau láku náttúrulega skýrslunni. Einhver af þessum þremur aðilum væntanlega ekki samskiptaráðgjafi, hafa lekið síðan skýrslunni til fjölmiðla.“

Jóhanna segir að í raun og veru sé engin niðurstaða í skýrslunni.

„Þetta er bara svona dálítið blaður. Það er rosa mikið í skýrslunni í viðtengingarhætti. Og þetta er bara svona látið hljóma sem svona, þú lest þetta og þetta er bara vondur maður. Þetta er bara rosalegt. Ef þú pælir í því, hvern skaðar þetta? Embættið er stórskaðað að okkar mati. Og við teljum að það muni verða niðurstaðan hjá eftirlitsaðilunum. Þá yrði það náttúrulega þeir sem embættið á að vera til staðar fyrir. Það er enginn trúverðugleiki. Hvað ef það er einhver alvöru slæmur þjálfari og hann fær eitthvað í hendurnar?“

Aðspurð hvort einhver sé að hlusta á gagnrýni þeirra og hvort einhver sé að fara að fara yfir skýrsluna og vinnubrögðin svarar Jóhanna að þau ætli að sjá til þess að það verði gert. Segir hún það alvarlegt mál ef það gerði ekki gert. Kvörtun liggi inni hjá ráðuneytinu.

„Það eru engir verkferlar hvernig þau eiga að vinna svona skýrslur. Þetta er allt bara í einhverju lausu lofti. Þau eiga til dæmis, sem stendur í lögum, að halda sig up to date með vísindalega þekkingu og miðað við hvernig þau skrifa þetta þá eru þau ekki fær um það. Samt hafa þau beðið um auka pening til þess að gera það, þannig að sá partur er bara algjör peningasóun. Og svo er þetta bara ótrúlega mikilvægt embætti sem er bara outsource-að í einhverja sálfræðistofu úti í bæ eftirlitslausa þar sem er ekki lögfræðingur, ekki lögreglumenn sem hafa reynslu af að rannsaka svona mál. Þetta er bara fólk sem að hefur allt aðra þjálfun og og það er einhvern veginn sett í þetta hlutverk og bara veldur því ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast