fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Diljá segir skiljanlegt að fólki sé brugðið yfir frjálsræði Rauðagerðismorðingjans og vill að erlendir glæpamenn afpláni erlendis

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. maí 2025 17:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diljá Mist Einarsdóttir, segir skiljanlegt að landsmenn séu slegnir vegna frétta um morðingjann í Rauðgerðismálinu, Angjelin Sterkaj, sem afplánar nú 16 ára fangelsisdóm í opnu fangelsi. Angjelin afplánaði áður á Hólmsheiði og síðan Litla Hrauni en fyrir tveimur árum var hann fluttur til Kvíabryggju.

Angjelin, sem kemur frá Albaníu, myrti samlanda sinn Armando Beqirai um hábjartan dag í febrúar árið 2021. Hann hlaut 18 ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur, Landsréttur þyngdi refsinguna í 20 ár en Hæstiréttur mildaði svo dóminn niður í 16 ár. Angjelin mun afplána eftirstöðvar refsingar sinnar á Kvíabryggju en verður svo vísað úr landi og settur í endurkomubann.

Sjá einnig: Angjelin er í opnu fangelsi og mun aðeins afplána helming dómsins

Diljá segir fullt tilefni til að þyngja refsingar á Íslandi, meðal annars vegna skipulagðrar glæpastarfsemi, en of vægir dómar geti gert Ísland aðlaðandi í augum erlendra glæpamanna. Eins vill Diljá að erlendir glæpamenn afpláni ekki dóma sína hér á landi. Það þurfi að vera hægt að ræða fangelsismál og refsivörslukerfið út frá þjóðerni glæpamanna.

„Vandamálin hverfa ekki við það að loka augum og eyrum fyrir þeim. Í þessum efnum getum við lært af nágrannalöndunum eins og með svo margt annað,“ skrifar Diljá Mist á Facebook en hún mætti eins í Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi réttarvörslukerfið ásamt Maríu Rut Kristinsdóttur þingmanni Viðreisnar.

DV greindi eins frá því á dögunum að Angjelin hafi fengið leyfi frá fangelsinu til að ganga í hjónaband, en hann gifti sig fyrir skömmu í Grundarfjarðarkirkju í góðra vina hóp. Fangar geta fengið dagsleyfi þegar þeir hafa afplánað þriðjung refsitímans í fangelsi eða eftir að hafa dvalið samfellt í fjögur ár í fangelsi.

Sjá einnig: Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði

„Ég er þeirrar skoðunar að við séum ekki með nægilega þungar refsingar,“ sagði Diljá Mist í Bítinu. Hér í tilviki Angjelins sé um að ræða kaldrifjað morð af yfirlögðu ráði og því ekki furða að fólki bregði þegar morðinginn er aðeins fjórum árum síðar kominn í opið fangelsi. Diljá telur einnig að það hljóti að koma illa við landsmenn að skattpeningum þeirra sé varið í að halda mönnum uppi í fangelsi sem komu hingað til lands gagngert til að brjóta af sér. Það hljóti að vera hagkvæmara að senda þessa glæpamenn aftur til sinna heima svo þeir geti afplánað þar.

„Þegar menn fremja svona svakalega glæpi, eins og komið hefur verið inn á hérna, og geta síðan bara strokið um frjálst höfuð eftir örstutta stund, þá er ekki til þess að vekja endilega upp öryggi hjá samfélaginu hér.“

María Rut var ekki alveg jafn hörð í sinni afstöðu og Diljá Mist, en María Rut telur að vandi íslenska refsivörslukerfisins sé einkum plássleysi, skortur á aðbúnaði og langvarandi fjárskortur. Vegna plássleysis endi fólk í opnum úrræðum fyrr heldur en væri heppilegt svo aðrir kæmust að. Hún er þó sammála því að þyngd refsinga þurfi að endurspegla alvarleika brota og að refsing hafi vissulega fælingarmátt, en af málflutningi Maríu Rutar má ráða að ekki sé hægt að taka á þyngd refsinga fyrr en búið er að greiða úr langvarandi vanda fangelsismála á Íslandi, en sem betur fer sé kominn nýr dómsmálaráðherra sem sé vakinn og sofinn yfir stöðunni og ætli að hugsa í lausnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Í gær

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs
Fréttir
Í gær

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“