fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fókus

Erlendur karlmaður elti Freyju í miðbænum – Fékk köld skilaboð á Tiktok: „Þið eruð að klæða ykkur eins og hórur“

Fókus
Þriðjudaginn 27. maí 2025 15:55

Freyja Sofie. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung íslensk stúlka, Freyja Sofie Gunnarsdóttir, birti á dögunum myndband á samfélagsmiðlinum TikTok af óþægilegri reynslu sinni í miðborg Reykjavíkur. Ókunnugur erlendur karlmaður nálgaðist hana og fór að gera hosur sínar grænar fyrir henni um klukkan 5.30 um morguninn þegar Freyja var á leið heim úr vinnu sinni. Freyja  skýrt til kynna að hún hafði engan áhuga á slíku en maðurinn lét sér ekki segjast. Að endingu flúði Freyja inn í nærliggjandi 10-11 verslun í Austurstræti til að losna undan áreiti mannsins. Hann lét sér þó ekki segjast og beið eftir henni fyrir utan verslunina.

Myndbandið umdeilda:

@freyjasofie♬ original sound – Freyja sofie

Myndband Freyju af atvikinu hefur vakið mikla athygli á Tiktok og hefur það fengið yfir 80 þúsund áhorf. Viðbrögðin hafa verið almennt á þá leið að Freyja nýtur samúðar fyrir að lenda í slíkri reynslu en inni á milli finnast nöturlegri skilaboð.

Eitt slíkt kom frá einum manni sem skrifaði einfaldlega: „Þið eruð að klæða ykkur eins og hórur er það eitthvað skrítið eða? 99% af íslenskum gellum líta út eins og hórur“

Freyja lét manninn ekki komast upp með svona ógeðfellda athugasemd heldur birti hún annað myndband, þar sem hún nafngreindi viðkomandi og sýndi dressið sem hún var í þetta kvöld sem var hófstillt með afbrigðum. „Og ég er vandamálið?“ skrifaði Freyja, sem greinilega er með bein í nefinu.

Hér má sjá síðara myndbandið:

@freyjasofie Replying to @Bartek Zambrowski ♬ female rage – bel6va

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Umdeildur blaðamaður er myrtur – Lestu fyrsta kafla Sleggjudóms

Umdeildur blaðamaður er myrtur – Lestu fyrsta kafla Sleggjudóms
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Dúóið sem þú bjóst ekki við að sjá saman“

Vikan á Instagram – „Dúóið sem þú bjóst ekki við að sjá saman“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ósk: „Ég var komin á þann stað að vera ein heima með belju og drakk þar til hún kláraðist“

Steinunn Ósk: „Ég var komin á þann stað að vera ein heima með belju og drakk þar til hún kláraðist“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þessar bíómyndir eru í uppáhaldi hjá Leó páfa – Hvað hefurðu séð margar?

Þessar bíómyndir eru í uppáhaldi hjá Leó páfa – Hvað hefurðu séð margar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt