fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Rekstur kísilversins á Bakka stöðvaður tímabundið – 80 sagt upp

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. maí 2025 22:29

Kísilver PCC á Bakka.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

PCC hefur tilkynnt að rekstur kísilmálmverksmiðju (kísilvers) fyrirtækisins á Bakka á Húsavík verði stöðvaður um óákveðinn tíma og 80 starfsmönnum  sagt upp. Á Facebook-síðu fyrirtækisins segir að reksturinn verði stöðvaður tímabundið frá og með miðjum júlí næstkomandi og verði endurræstur þegar aðtæður á markaði batni.

Fjallað hefur verið um undanfarið að reksturinn hafi gengið illa. Í yfirlýsingu fyrirtækisins segir að erfiðar markaðsaðstæður og tollastríð eigi stærstan þátt í þessu.

Fyrirtækið segir erfitt að keppa við ódýran innfluttan kísilmálm frá Kína sem sé framleiddur með lakari sjálfbærni- og umhverfisstöðlum. Þetta hafi mikil áhrif á markaðsverð hér á landi. Afar mikilvægt sé að íslensk stjórnvöld hraði skoðun á markaðsaðstæðum sem fyrirtæki eins og PCC glími við í ljósi þessa innflutnings frá Kína. Fyrirtækið hafi kært innflutning á kísilmálmi á undirverði til fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Einnig er minnt á að samtök framleiðenda kísilmálms í Evrópu hafi farið fram á verndartolla til að koma í veg fyrir að framleiðslan á þessum málmi sem sé afar mikilvæg leggist alfarið af í álfunni.

PCC segir að á meðan rekstrarstöðvun standi verði ráðist í ýmsar umbætur og reksturinn í heild endurskipulagður. Ætlunin sé að vera til reiðu til að hefja framleiðsluna aftur með skömmum fyrirvara um leið og aðstæður leyfi. Fyrirtækið sé staðráðið í að þróa verksmiðjuna áfram enda sé hún ein umhverfisvænsta kísilmálmverksmiðja heims.

PCC segir að lokum að 80 starfsmönnum verði sagt upp. Fyrirtækið harmar þau áhrif sem það mun hafa og ætlunin sé að halda áfram samtali við hagsmunaaðila til að finna lausn svo hægt sé að endurræsa verksmiðjuna þegar markaðsaðstæður leyfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast