fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

Börnin fá ekki að upplifa Ísland eins og hann fékk að gera – Orðið allt of dýrt að ferðast innanlands

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 26. maí 2025 12:00

Ferðamannasprengjan hefur mikil áhrif á verðlag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aukinn ferðamannastraumur til landsins hefur gert það að verkum að ekki allir Íslendingar hafa efni á því að ferðast um landið. Margir erlendir ferðamenn hafa samviskubit yfir áhrifunum sem þeir hafa á landið.

Það segir sig sjálft að þegar vara verður eftirsótt þá hækkar verðið. Það á við í ferðamannaiðnaðinum eins og öðrum iðnaði og Íslendingar hafa ekki farið varhluta af þeirri þróun undanfarin ár.

Erlendur ferðamaður sem hefur komið í nokkur skipti greinir frá því á samfélagsmiðlinum Reddit að hann óttist áhrifin sem hann hafi á landið og spyr heimamenn hvaða álit þeir hafa á erlendum ferðamönnum.

Lífleg umræða hefur spunnist og í athugasemdum greinir einn Íslendingur frá því að verðhækkanir sem fylgi ferðamannastraumnum hafi beinlínis gert honum ómögulegt að ferðast um landið með börnin sín.

„Þeir [ferðamennirnir] hafa gert það óhóflega dýrt fyrir mig að ferðast um eigið land,“ segir hann. „Móðir mín keyrði með okkur um landið og við gistum í gestahúsum en ég get ekki gert það með mínum börnum af því að það er svo dýrt.“

Úr böndunum

Ekki sé langt síðan að hægt var að leigja herbergi í bændagistingu á 5 þúsund krónur fyrir alla fjölskylduna. Í fyrra hafi ódýrasta gistingin sem hann hafi fundið verið 25 þúsund krónur nóttin.

Bendir hann á að ferðalög innanlands kosti það sama og að fara til útlanda. Í stutta stund á covid tímanum varð það gerlegt fyrir fólk að ferðast innanlands.

„Það besta við covid var að ég gat ferðast um landið mitt á ódýran hátt og ég gat skoðað náttúruna og áfangastaði án skara af ferðamönnum,“ segir hann. „Mér líkar það að fólk hafi áhuga á Íslandi og vilji koma en þetta er farið algjörlega úr böndunum. 50 prósent af öllum nýjum bílum sem eru seldir á Íslandi eru bílaleigubílar og vegakerfið okkar er að hrynja.“

Segir hann að ríkisstjórnin ætti að gera eitthvað til að stemma stigu við þessum mikla fjölda ferðamanna en hefur takmarkaða trú á að það gerist í ljósi þess að þetta sé orðinn stærsti iðnaður landsins.

Gátu farið í skólaferðalag í Bláa lónið

Fleiri taka undir þetta. Ferðamannastaðir séu einfaldlega orðnir allt of dýrir á Íslandi.

„Litlu frændsystkini mín fóru í skólaferðalag um síðustu helgi og það minnti mig á að ég fór í Bláa lónið í skólaferðalagi fyrir um 20 árum síðan, ásamt því að gera marga aðra hluti,“ segir einn. „Þrír kennarar og um 20 krakkar. Ég get ekki ímyndað mér þetta í dag.“

„Ég hef ekkert á móti ferðamönnunum sjálfum. En ég hata ferðamannaiðnaðinn,“ segir annar. „Hann er búinn að eyðileggja Laugaveginn, hótelin eru orðin allt of dýr og spretta upp alls staðar, og þessi fjandans skemmtiferðaskip.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Varar við hundapassara á Geirsnefi en aðrir koma hundapassaranum til varnar – „Urðum vitni að virkilega ljótri framkomu við dýrin“

Varar við hundapassara á Geirsnefi en aðrir koma hundapassaranum til varnar – „Urðum vitni að virkilega ljótri framkomu við dýrin“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Draumastarf Rannveigar breyttist í martröð – „Ég var hreinsuð af öllum ásökunum um ofbeldi“

Draumastarf Rannveigar breyttist í martröð – „Ég var hreinsuð af öllum ásökunum um ofbeldi“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Var vísað frá Íslandi vegna umferðarlagabrots en reyndist eftirlýstur fyrir mun alvarlegra brot í heimalandinu

Var vísað frá Íslandi vegna umferðarlagabrots en reyndist eftirlýstur fyrir mun alvarlegra brot í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gunnar Smári líkir stjórn Sósíalista við kynferðisbrotamenn – „Þetta var líkara nauðgun ofbeldismanna“

Gunnar Smári líkir stjórn Sósíalista við kynferðisbrotamenn – „Þetta var líkara nauðgun ofbeldismanna“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Myndband yfir Keflavík vekur athygli – „Á hvern fjandann var ég að horfa?“

Myndband yfir Keflavík vekur athygli – „Á hvern fjandann var ég að horfa?“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Veðurstofan gefur út viðvörun vegna snjókomu á morgun

Veðurstofan gefur út viðvörun vegna snjókomu á morgun