fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
Fókus

Gerður sendi Enok broslega pillu vegna athugasemdar hans um Birgittu Líf

Fókus
Mánudaginn 26. maí 2025 08:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi Blush, sendi sjómanninum Enok V. Jónssyni pillu með óbeinni stuðningsyfirlýsingu fyrir markaðsstjórann Birgittu Líf Björnsdóttur.

Gerður birti mynd af sér í rúminu með McDonalds franskar út um allt og skrifaði með: „Engar fröllur í poka hérna #girlpower.“

Smelltu hér ef þú sérð ekki myndina hér að neðan eða prófaðu að endurhlaða síðuna.

En hún er þá að vísa í fleygu orð Enoks á samfélagsmiðlinum TikTok á föstudaginn, þegar hann virtist gera lítið úr Birgittu, barnsmóður sinni, með kuldalegri athugasemd: „Settu franskarnar í pokann.“

Um er að ræða slangur sem er notað til að niðurlægja einhvern og féllu orð Enoks illa í kramið hjá netverjum sem hafa verið duglegir að láta hann heyra það yfir helgina.

Sjá einnig: Samfélag áhrifavalda nötrar eftir að Enok virtist gera lítið úr Birgittu Líf – „Settu franskarnar í pokann“

Enok virtist ekki kippa sér upp við athyglina, þó neikvæð væri, og birti myndband af sér fá sér franskar í poka.

@ogvenokFranskarnar eru komnar í pokann🙏🏽♬ original sound – Enokjons

„Franskarnar eru komnar í pokann,“ skrifaði hann með myndbandinu.

Enn og aftur féll hegðun hans á samfélagsmiðlinum ekki vel í kramið hjá netverjum.

„Its giving Kanye eftir skilnaðinn við Kim,“ sagði einn netverji.

„Það er nú bara eitthvað að þér,“ sagði annar.

@ogvenok Replying to @Burty ♬ Everything In Its Right Place (Instrumental) – SAD & Dj tahh

Enok er staddur í Taílandi og sagði einn netverji: „Nýkominn á laust og er í Taílandi, huh…“ og svaraði Enok um hæl:

„Ég er hérna í Taílandi til að æfa, huga að heilsunni og ná smá ró. Það er kominn tími til að hugsa um sjálfan mig, svo ég geti orðið betri, sterkari, nærverandi manneskja fyrir fjölskylduna mína. Þetta er ekki frí, þetta er nauðsynlegt reset.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt