fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Þetta eru merki um að þú sért orðinn fullorðinn – Gegn vilja þínum

Pressan
Sunnudaginn 1. júní 2025 20:30

Svona lýtur þvottahúsið út hjá sumum fullorðnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dag einn rennur upp fyrir þér að þú hefur meiri ánægju af nýju ryksugunni en nýjum hátölurum. Að þú vegur og metur hvert verðið er miðað við endingartíma þegar þú kaupir þér skó. Velkominn í félag fullorðinna!

Eftirfarin merki eru öruggt merki um að þú sért orðinn fullorðinn, meira að segja þótt þú neitir að viðurkenna það.

Þú gleðst þegar einhver aflýsir – Það er ekki lengur „oh“ sem heyrist þegar einhver aflýsir hittingi eða einhverju álíka. Nú heyrist „yes“ og þú hugsar með þér að nú getir þú þvegið þvott og náð 8 tíma svefni. Þú vilt ekki fara út, þú vilt vera heima og horfa á matreiðsluþátt í sjónvarpinu.

Þú átt körfu undir óhreinu fötin þín – Ekki stóll, Ekki gólfið. Það er karfa, sem er í stíl við baðherbergið, sem þú notar undir óhreinu fötin þín. Ákvörðunin um þetta var tekin að vel íhuguðu máli og þú gúgglaðir kannski „besta karfan undir óhreinan þvott“.

Þú átt þér uppáhalds pott – Ekki nóg með það, þú gætir hans eins og sjáaldurs augna þinna og væri næstum til í að fórna lífinu fyrir hann. Það eru engar rispur á honum, það má ekki nota málmáhöld í honum og hann er bara þveginn í höndum. Hann er betri en fyrrum unnustu þínar.

Þér finnst hávaði pirrandi – Einu sinni var hár bassi merki um partí. Nú er það bara „hver í fjandanum spilar tónlist hátt klukkan 21.00 á þriðjudegi“.

Þú hefur skoðun á þrifaefnum – Skyndilega veistu hvað efni virkar vel til að þvo baðherbergisvaskinn og hvað er gagnslaust. Þú átt þér uppáhaldsefni.

Þú borgar reikninga fyrir eindaga og gleðst yfir því – Þetta veitir þér tilfinninguna af „ég hef stjórn á fjármálunum í þessum mánuði“. Þetta er fullorðinsvíman sem þú finnur fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum