Hann notaði heimagerða hárolíu sem á að hans sögn að geta læknað skalla. Hann bar olíuna á þá sem sóttu þessar meðferðarbúðir hans. En 71 af þeim, sem fengu þessa olíu á höfuðið, fengu heiftarleg ónæmisviðbrögð sem ollu augnsýkingu.
Amandeep sagði viðskiptavinum sínum að skola olíuna úr hárinu eftir 10-15 mínútur. Eftir það fékk fólkið brunatilfinningu í augun og varð rautt og bólgið í framan að sögn The Times of India.
Fólkið greiddi sem nemur um 1.500 krónum fyrir skammtinn.
Læknar segja að ef olían hefði komist í hornhimnuna, hefði fólkið misst sjónina.
Amandeep er í haldi lögreglunnar og dómstólar hafa hafnað kröfu hans um lausn gegn greiðslu tryggingar.