fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Eldsvoðinn á Hjarðarhaga – Fjórir menn bjuggu í íbúðinni en tengdust ekkert – Bensínbrúsar í íbúðinni

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 23. maí 2025 20:48

Húsið á Hjarðarhaga. Mynd: Skjáskot Stöð2.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir karlmenn eru látnir eftir eldsvoðann sem varð í kjallaraíbúð í fjölbýlishúsi á Hjarðarhaga á fimmtudagsmorgun. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út og urðu fjölmargir íbúar miðborgar og vesturbæjar varir við útkallið. 

„Annar þeirra var frá Bandaríkjunum og á sextugsaldri og hinn var frá Tékklandi á fertugsaldri. Báðir höfðu þeir búið hér á landi í nokkur ár,“ segir Ævar Pálmi Ævarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þriðji maðurinn komst út um glugga og gat látið vita að fleiri menn væru í íbúðinni. Maðurinn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. „Hann er mikið slasaður og mun líklegast þurfa að liggja á sjúkrahúsi í nokkra daga í viðbót.“

Mennirnir þrír leigðu herbergi í íbúðinni ásamt fjórða manninum, ungverskum manni á þrítugsaldri, sem farinn var til vinnu þegar eldsvoðinn varð. Maðurinn missti aleigu sína í eldsvoðanum og er nú húsnæðislaus. Mennirnir fjórir tengdust ekkert nema sem samleigjendur í íbúðinni.

Ævar Pálmi segir rannsókn málsins í fullum gangi, og meðal annars beinast af hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Ævar segir ekki tímabært að tjá sig um eldsupptök. Rannsókn stendur yfir og beinist meðal annars að því hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Skýrslur hafi verið teknar af þeim sem lentu í brunandum, sem og vitnum og íbúum í húsinu. 

Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að slökkvilið hafi talað um að mikill eldur hafi verið í íbúðinni og samkvæmt heimildum fréttastofu hafi bensínbrúsar verið þar inni. Íbúar í húsinu hafa lýst því að hafa heyrt sprengingu áður en þeir urðu varir við eldsvoðann.

Aðspurður um hvort eitthvað bendi til fíkniefnaframleiðslu í íbúðinni svarar Ævar Pálmi: 

„Nei, það er ekkert sem bendir til þess.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast