fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
Fréttir

Hafa áhyggjur af fjölda sjálfsvíga eftir laser aðgerðir á augum – Ekki 100 prósent öruggt

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 23. maí 2025 17:30

Aðgerðirnar geta misfarist eins og dæmin sýna. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur lögreglumaður á þrítugsaldri framdi sjálfsvíg eftir að hafa farið í laser aðgerð á augum (Lasik). Hafði hann lifað skelfilegan sársauka í nokkra mánuði eftir aðgerðina sem er ekki 100 prósent örugg. Tilfellið er ekki einangrað.

Dagblaðið New York Post greinir frá þessu.

Lögreglumaðurinn sem tók eigið líf í janúar á þessu ári hét Ryan Kingerski og var aðeins 26 ára gamall, búsettur í Pennsylvaníu fylki. Fimm mánuðum áður hafði hann farið í laser aðgerð til að laga sjónina.

Aðgerðin gekk ekki sem skyldi fyrir lögreglumanninn unga og lifði hann síðustu mánuðina í stanslausri þjáningu. Hann fékk mikla verki í augun, þungan og viðstöðulausan hausverk og sá allt tvöfalt. Í sjálfsvígsbréfi sínu sagði hann aðgerðina vera ástæðu kvala sinna.

„Ég þoli þetta ekki lengur. Lasik tók allt frá mér,“ skrifaði hann í bréfið.

Faðir hans, Tim Kingerski, sagði það sama. „Þetta eyðilagði líf hans. Eyðilagði það. Algerlega eyðilagði líf hans á 12 sekúndum,“ sagði hann í viðtali við WTAE News. „Einföld og áhrifamikil aðgerð. Sögðu að hann yrði kominn aftur til starfa eftir nokkra daga.“

Nú er hins vegar komið í ljós að tilfelli Ryan Kingerski er ekki einstakt. Við nánari athugun sést að fleiri hafa tekið eigið líf eftir að hafa undirgengist laser aðgerð.

Kenndi sjálfri sér um

Meðal þeirra er veðurfræðingur og sjónvarpskona að nafni Jessica Starr sem tók eigið líf árið 2018, þá aðeins 35 ára gömul. Líkt og Kingerski kenndi Jessica aðgerðinni um vanlíðan sína sem hafi leitt til þessarar ákvörðunar.

Starr lýsti baráttu sinni í myndbandsfærslum og kenndi sjálfri sér um fyrir að hafa farið í aðgerðina. Að sögn fjölskyldu hennar leitaði hún til margra augnlækna eftir þetta sem og sálfræðinga en andlegri heilsu hennar fór sífellt hrakandi. Hún tók eigið líf aðeins tveimur mánuðum eftir aðgerðina.

Lifði í 20 ár með sársaukanum

Á sama ári tók kanadískur maður að nafni Paul Fitzpatrick eigið líf. Hann kenndi laser aðgerð á augum um vanlíðan sína. Hann sagðist hafa lifað með sársaukanum í 20 ár.

Þessi og fleiri mál eru nú að komast í dagsljósið sem sýna að laser aðgerðir eru alls ekki 100 prósent öruggar. Þær eru sagðar vera á bilinu 95 til 99 prósent öruggar, en ekki 100 prósent.

Segir laser iðnaðinn vera svindl

Í New York Post er einnig viðtal við augnlækni í Flórída að nafni Edward Boshnick. Hann segir að vandamál séu algengari en margir halda.

„Allir eiga við mismunandi vandamál þegar kemur að Lasik,“ sagði hann. „Þetta er stærsta svindl sem bandarískur almenningur hefur orðið fyrir og gróðinn er upp á marga milljarða dollara.“

 

Í þessari frétt er fjallað um þunglyndi og sjálfsvíg. Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslenskur leigusali í miklum vanda og óttast um aleiguna – „Leigjandi minn er fíkill“

Íslenskur leigusali í miklum vanda og óttast um aleiguna – „Leigjandi minn er fíkill“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn kominn undir 19 prósent – Stjórnarandstöðuflokkarnir tapa allir fylgi

Sjálfstæðisflokkurinn kominn undir 19 prósent – Stjórnarandstöðuflokkarnir tapa allir fylgi
Fréttir
Í gær

Bassi Maraj ákærður fyrir líkamsárás á leigubílstjóra – Hafi vafið posasnúru um háls hans og kýlt í ennið

Bassi Maraj ákærður fyrir líkamsárás á leigubílstjóra – Hafi vafið posasnúru um háls hans og kýlt í ennið
Fréttir
Í gær

Bretar vilja gelda alla nauðgara og barnaníðinga með lyfjum – Tilraunaverkefni hafið í 20 fangelsum

Bretar vilja gelda alla nauðgara og barnaníðinga með lyfjum – Tilraunaverkefni hafið í 20 fangelsum