BBC segir að Pardo hafi vitað af „ofbeldishneigð“ sonarins og að hún hafi keypt skotfæri og hernaðarhluti fyrir hann. Þetta ætlaði hann að nota til að gera skotárás í skólanum sínum, Jeremiah Rhodes Middle School í San Antonio.
Hann mætti í skólann dag einn með grímu, í felulitum jakka og buxum. Lögreglan segir að hann hafi hins vegar ekki stoppað lengi í skólanum og hafi yfirgefið hann án þess að hleypa af skoti.
Hann var síðan handtekinn utan skólalóðarinnar.
Pardo var handtekin síðar um daginn eftir að amma drengsins hafði samband við lögregluna. BBC segir að hún sagt lögreglunni að Pardo hefði keypt skammbyssu fyrir son sinn og hafi farið með hann í herverslun til að kaupa eitt og annað, þar á meðal vesti og hjálm.
Tveimur dögur áður mæðginin voru handtekin, kom amman að dregnum í svefnherberginu hans þar sem hann var að leika sér með skotfæri og hamar. Hún fann einnig sprengiefni, búið til úr flugeldum. Á sprengiefninu stóð nafn ástralsks manns sem réðst á tvær moskur á Nýja Sjálandi 2019.
Áður en drengurinn fór í skóla daginn örlagaríka, sagði hann ömmu sinni að hann „yrði frægur“.