Hún ákvað að prófa Ozempic, lyf sem upphaflega var þróað fyrir þau sem þjást af sykursýki en hefur reynst byltingarkennt í baráttunni við aukakílóin.
Ashley viðurkennir að hún hafi ekki verið alveg sannfærð um að þetta myndi virka, þar sem hún hafði reynt svo margt í gegnum árin.
En meðferðin virkaði vel og missti hún um helming líkamsþyngdar sinnar.
„Þetta var frábært, kílóin hrundu af mér og ég tók fljótt eftir því að „matarhljóðið“ (e. food noise) hvarf,“ segir hún. „Maður er ekki stöðugt að hugsa um næstu máltíð. Matarlystin minnkar og maður er saddur lengur.“
Þó að hún hafi verið mjög ánægð með árangurinn þá voru ný vandamál, eins og laus húð um allan líkama.
View this post on Instagram
Síðasta sumar fékk Ashley gallsteina, hálfu ári áður en hún hætti að taka Ozempic. Hún segist ekki kenna lyfinu um, heldur geti hratt þyngdartap valdið þessu. Gallblaðran var fjarlægð í júlí og hélt hún áfram á þyngarstjórnunarlyfinu.
Ashley þurfti að hætta á lyfinu vegna fjárhagserfiðleika í nóvember í fyrra. Hún eyddi rúmlega 850 þúsund krónum á tveimur árum í Ozempic. En fljótlega byrjaði hún að þyngjast aftur og varð henni ljóst að hún þyrfti líklegast að vera á lyfinu til æviloka. Hún ákvað að byrja aftur í samráði við eiginmann sinn.
Niðurstöður nýrrar langtímarannsóknar á vegum Oxford-háskóla sýna að það sé líklegt að einstaklingar sem hætta notkun á þyngdarstjórnunarlyfi, eins og Ozempic, muni þyngjast aftur, og hraðar en áður.
Susan Jebb, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði:
„Þessi lyf eru mjög áhrifarík til þyngdartaps, en þyngdin kemur aftur mun hraðar til baka þegar þú hættir á lyfjunum, hraðar en eftir hefðbundna megrun. Við verðum að spyrja okkur hvort það sé þess virði fyrir NHS (breska heilbrigðiskerfið) að fjárfesta í þessum lyfjum ef fólk tekur þau aðeins í stuttan tíma og bætir svo öllu aftur á sig.“
Jebb lagði áherslu á að annað hvort þyrfti fólk að samþykkja að þetta væri ævilöng meðferð, það er, að það þyrfti að vera á lyfjunum alla ævi, eða að vísindasamfélagið þyrfti að þróa betri leiðir til að styðja fólk eftir að lyfjameðferð lýkur. „Við þurfum að hugsa mjög vel hvernig við getum stutt einstaklinga þegar þeir hætta á lyfinu.“