fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Eyjan

Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 22. maí 2025 10:52

Gísli Þór og Jón Garðar. Myndir: Terra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Terra hefur ráðið Gísla Þór Arnarson sem framkvæmdastjóra þjónustusviðs fyrirtækisins og Jón Garðar Hreiðarsson sem framkvæmdastjóra stefnumótunar og þróunar. Báðir hafa þeir hafið störf hjá Terra. 

„Terra hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár og er sífellt að þróast. Gísli Þór og Jón Garðar koma inn með dýrmæta þekkingu og reynslu sem mun styrkja Terra til framtíðar. Það er því mikill fengur fyrir félagið að fá jafn öfluga stjórnendur til liðs við þann flotta hóp sem fyrir er hjá félaginu,“ segir Valgeir Baldursson, forstjóri Terra í tilkynningu.

Gísli Þór mun sem framkvæmdastjóri þjónustusviðs leiða akstursþjónustu og viðskiptastýringu félagsins. Gísli kemur til Terra frá Samskipum, þar sem hann hefur starfað síðustu 18 árin, fyrstu sex árin sem forstöðumaður innflutningsdeildar en síðustu 12 árin sem framkvæmdastjóri innlandssviðs. Gísli er umhverfis- og byggingarfræðingur frá Háskóla Íslands og fór eftir útskrift þaðan til Bandaríkjanna og lauk MBA námi frá University of Louisville í Kentucky.

Jón Garðar hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri stefnumótunar og þróunar en um er að ræða nýtt starf innan fyrirtækisins. Jón Garðar mun leiða  stefnumótun félagsins og vinna með starfsfólki í nýjum tækifærum og möguleikum til að þróa Terra áfram. Jón Garðar þekkir vel til starfsemi Terra eftir að hafa unnið að stefnumótunarverkefnum fyrir fyrirtækið undanfarin ár. Hann kemur til Terra úr ráðgjafageiranum en hann hefur undanfarin 20 ár starfað sem sjálfstæður fyrirtækjaráðgjafi og var áður eigandi hjá KPMG. Jón Garðar er með MBA frá École des Ponts Buisness School í París.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Stjórnarandstaðan hafi tafið úrbætur í leigubílamálum í gær – „Kjósendur þessara flokka hljóta að vera afar stoltir af sínu fólki“

Stjórnarandstaðan hafi tafið úrbætur í leigubílamálum í gær – „Kjósendur þessara flokka hljóta að vera afar stoltir af sínu fólki“
Eyjan
Í gær

Hiti í þjóðinni eftir veiðigjalda-Torgið á RÚV – „Þessi þáttur var skandall“

Hiti í þjóðinni eftir veiðigjalda-Torgið á RÚV – „Þessi þáttur var skandall“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Uppgjörið við eftirhrunsmálin

Björn Jón skrifar: Uppgjörið við eftirhrunsmálin
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Væla og skæla samkvæmt pöntunum

Orðið á götunni: Væla og skæla samkvæmt pöntunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Starbucks í samstarf við Fastus

Starbucks í samstarf við Fastus
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK

Arnar ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK