fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Fréttir

Bakslag hjá Valgeiri Guðjónssyni – Fékk erfiðar fréttir á dögunum

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 20. maí 2025 19:33

Valgeir Guðjónsson og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið illvíga eitlakrabbamein sem tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson greindist með hefur tekið sig upp á ný og með alvarlegri hætti. Áður hafði Valgeiri verið tjáð að eitlarnir væru orðnir hreinir af meininu.

Fjölskylda Valgeirs greinir frá þessu í dag.

„Pabbi minn, Valgeir Guðjónsson, fékk erfiðar fréttir á dögunum og liggur nú á krabbameinsdeild Landspítalans. Það eru liðin nokkur ár síðan hann greindist fyrst með víðtækt eitlakrabbamein, en eftir ótrúlegan dugnað í meðferðinni sem á eftir fylgdi var greint frá því að eitlarnir væru orðnir hreinir og andaði fjölskyldan léttar,“ segir Arnar Tómas, sonur Valgeirs í færslu á samfélagsmiðlum.

Árið 2021 var greint frá því í fjölmiðlum að Valgeir hefði greinst með krabbamein. Ári seinna var greint frá því að meðferðin hefði gengið vel og væri laus við meinið.

„Það er þó ekki þar með sagt að pabbi hafi náð fullum bata. Hann hefur aldrei náð þeim þrótti sem hann hafði áður en veikindin sóttu að honum. Þegar tónlistin var annars vegar var hann þó í algleymi og var eins og ekkert hefði í skorist. Krabbameinið er nú komið aftur, enn grimmara en áður,“ segir Arnar Tómas.

Segir hann það nú í höndum læknavísindanna að takast á við þennan vágest. Arnar Tómas segir föður sinn furðubrattan og að tónlistin verði alltaf hans haldreipi í baráttunni.

Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, eiginkona Valgeirs, ritar einnig færslu um þessar vendingar og birtir mynd af Valgeiri sama daginn og hann greindist með meinið árið 2021. En þann dag var hann að taka upp þátt af Tónatali.

„Í dag er hann búinn að ver í sólarhring á krabbameinsdeild Landsspítalans, nýbúinn að fá endurtekna greiningu á herskáu eitlakrabbameini. Lái honum enginn fyrir að hafa ekki verið eins sprækur og úthaldsmikill og hans er von og vísa,“ segir Ásta Kristrún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þekktar systur andmæla Airbnb-frumvarpi Hönnu Katrínar

Þekktar systur andmæla Airbnb-frumvarpi Hönnu Katrínar
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Háskóli Íslands tekur í notkun Avia kennslukerfið frá Akademias

Háskóli Íslands tekur í notkun Avia kennslukerfið frá Akademias
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Pósturinn með góðan árangur í alþjóðlegu sjálfbærnisamstarfi

Pósturinn með góðan árangur í alþjóðlegu sjálfbærnisamstarfi
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

„Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning?“

„Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning?“
Fréttir
Í gær

Vill að HÍ veiti bandarískum fræðimönnum skjól

Vill að HÍ veiti bandarískum fræðimönnum skjól
Fréttir
Í gær

Nara Walker um fangelsisvistina á Íslandi eftir að hún beit tungu eiginmannsins í sundur – „Allt í einu var lögreglan komin og ég var í losti“

Nara Walker um fangelsisvistina á Íslandi eftir að hún beit tungu eiginmannsins í sundur – „Allt í einu var lögreglan komin og ég var í losti“