Það voru Oxford Economics og The World Travel & Tourism Council sem gerðu greininguna.
Í henni kemur fram að reiknað er með að tekjur Bandaríkjanna af ferðamönnum verði 169 milljarðar dollara á árinu en á síðasta ári voru þær 181 milljarður.
Julia Simpson, forseti The World Travel & Tourism Council, bendir á að stuðningur bandarísku ríkisstjórnarinnar sé nauðsynlegur til að ferðamannaiðnaðurinn geti haldið áfram að vaxa.
Fyrr á árinu skýrðu margir fjölmiðlar frá því að komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna hafi fækkað mikið það sem af er ári og er sú fækkun að stórum hluta rakin til embættistöku Donald Trump.