fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Pressan

Trump sagður vilja flytja eina milljón Palestínumanna til Líbíu

Pressan
Mánudaginn 19. maí 2025 08:00

Frá Gasa. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk stjórnvöld eru nú að ræða við ríkisstjórn Líbíu um að að flytja allt að eina milljón Palestínumanna frá Gasa til Líbíu.

NBC News hefur þetta eftir fimm ónafngreindum heimildarmönnum. Fram kemur að stjórn Donald Trump sé komin svo langt í þessari vinnu sinni að byrjað sé að ræða við líbísku ríkisstjórnina.

Ef Líbíumenn taka við Palestínumönnunum, fá þeir aðgang að milljörðum Bandaríkjadala, sem þeir eiga en hafa verið frystir í Bandaríkjunum í rúmlega 10 ár.

Heimildarmennirnir lögðu áherslu á það við NBC News að endanleg ákvörðun um þetta hafi ekki enn verið tekin.

Trump hefur ítrekað látið í ljós ósk um að taka Gasa yfir og breyta þessu sundursprengda svæði Palestínumanna í ferðamannaparadís.

Í febrúar sagði hann að flytja þurfi tvær milljónir Palestínumanna frá Gasa til Jórdaníu og Egyptalands. Að því loknu eigi að enduruppbyggja Gasa og breyta í „rívíeru Miðausturlanda“.

Í tengslum við þessar hugmyndir sínar, hefur Trump nefnt að Bandaríkin gætu tekið yfir stjórn Gasa.

Hann hefur einnig gefið í skyn að Palestínumennirnir fái ekki að snúa aftur heim.

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, er ánægður með tillögur Trump varðandi framtíð Gasa.

Hryðjuverkasamtökin Hamas, sem fara með völdin á Gasa, eru hins vegar ekki ánægð með tillögur Trump og segja Gasa ekki til sölu.

Bandarískir fjölmiðlar hafa áður skýrt frá því að stjórn Trump hafi sett sig í samband við Súdan og Sómalíu til að reyna að fá löndin til að taka við Palestínumönnum frá Gasa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vísindamenn ætla að „deyfa sólarljósið“ í nýrri tilraun vegna loftslagsbreytinganna

Vísindamenn ætla að „deyfa sólarljósið“ í nýrri tilraun vegna loftslagsbreytinganna
Pressan
Í gær

„Hryllingshúsið í Gloucester“ var vettvangur hroðalegra myrkraverka West-hjónanna

„Hryllingshúsið í Gloucester“ var vettvangur hroðalegra myrkraverka West-hjónanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

7 ára stúlka fannst í skáp – Hafði verið svelt – Leita nú að systur hennar sem hefur ekki sést síðan 2017

7 ára stúlka fannst í skáp – Hafði verið svelt – Leita nú að systur hennar sem hefur ekki sést síðan 2017
Pressan
Fyrir 3 dögum

Karlar líklegri en konur til að deyja úr brostnu hjarta

Karlar líklegri en konur til að deyja úr brostnu hjarta