fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Grófu heilaga Teresu upp og settu hana í sýningu – Lítur merkilega vel út 500 árum frá dauða sínum

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 17. maí 2025 19:30

Kirkjan segir það kraftaverk hversu vel hún lítur út. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dýrlingurinn heilög Teresa af Avila var nýlega grafin upp og hefur verið sett til sýnis á Spáni. Þykir hún líta merkilega vel út.

Teresa var nunna í bænum Avila, skammt vestan við borgina Madríd á Spáni. Hún var fædd árið 1515 og lést árið 1582, 67 ára að aldri, það er fyrir 443 árum síðan. Var hún lykilmanneskja í þróun karmelklaustra. En nunnuklaustrið í Hafnarfirði er einmitt af þeirri reglu. Teresa var gerð að dýrlingi árið 1622, 40 árum eftir dauða sinn.

Í frétt breska blaðsins The Daily Mail um málið segir að Teresa líti vel út miðað við aldur. Hún liggur í silfraðri líkkistu með marmara. Andlit hennar enn þá sýnilegt og útlimirnir heilir.

Er ástand hennar talið vera kraftaverk eitt og sér. Fjöldi fólks hefur komið til að sjá heilaga Teresu, sem er til sýnis í kirkju í bænum Alba de Tormes.

Lík Teresu var síðast grafið upp árið 1914. Miðað við ljósmyndir sem voru teknar þá sést að hún hefur lítið breyst.

„Það er enginn litur, enginn húðlitur þar sem hún er orðin að múmíu. En það er hún sést vel, sérstaklega í miðju andlitinu. Sérfræðilæknar segjast geta séð andlit hennar nánast fullkomlega,“ sagði presturinn Marco Chiesa ánægður.

Heilög Teresa er verndardýrlingur skákmanna, blúndugerðarmanna, munaðarleysingja, fólks sem er smánað fyrir trú sína, munka og nunna, og sjúkra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK