fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fókus

Þetta eru sletturnar sem Íslendingar hata – Að join-a eða dodge-a acturally frústrating debad

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 18. maí 2025 16:30

Unglingar nota mikið af enskuslettum. En hvernig munu þeir tala þegar þeir verða eldri? Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er íslenskan að verða ónýt? Er enskan að drepa hana? Kannski ekki, en að minnsta kosti er tungumálið „mengað“ af tökuorðum, einkum úr ensku, sem eru misjafnlega vel heppnuð. Það verður að segjast að mörg þeirra eru hreint lýti í tungumálinu.

Um þetta hefur farið fram mikil umræða á meðal Íslendinga á samfélagsmiðlinum Reddit.

„Mér finnst alltaf verða meira og meira um að fólk slái um sig með enskuslettum sem síðan hægt og rólega læðast inní orðaforða landans,“ segir upphafsmaður umræðunnar í færslu í vikunni. Spyr hann hver sé sú enskusletta sem netverjar hati mest og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa.

„Persónulega fer orðið „debad“ endalaust í taugarnar á mér og ég æli uppí mig þegar fólk segir „debadera“,“ segir hann til að hefja umræðuna.

DV renndi yfir sviðið og fann nokkur vel valin tökuorð sem fara óstjórnlega í taugarnar á fólki.

 

Normælísera djöfull er það orðið gilt í okkar samfélagi,“ segir einn. Nefnt er þó að ekkert íslenskt orð nái almennilega yfir þetta hugtak. Sem er reyndar algengt vandamál í íslensku. Það er að gripið sé til enskunnar þegar íslenskan dugar ekki til.

 

„Hvað með „actually“?“ spyr einn og hefur nokkuð til síns máls. Orðið er mikið notað af yngri kynslóðinni og er auðveldlega hægt að skipta út fyrir „í raun“ eða „í raun og veru“ eins og bent er á.

 

„Sjónvarp Símans „Premium“. Fer í mínar fínustu,“ segir einn sem beinir spjótum sínum að símafyrirtækinu stóra, sem eitt sinn hét því alíslenska nafni „Póstur og sími.“

 

„Heyrði t.d. í sjónvarpinu áðan að einhver væri „likeable“,“ segir ein kona. Almennt séð sé henni ekki illa við tökuorð og skilji það upp að vissu marki að fólk skuli sletta, einkum þegar ekki sé til sambærilegt hugtak á okkar ástkæra ylhýra. Það fari hins vegar fyrir brjóstið á henni þegar fólk noti enskuslettur í staðinn fyrir gullgild og vel þekkt íslensk orð og bendir á að manneskjan í sjónvarpinu hefði vel getað notað orðið „viðkunnanlegur.“

 

„Að vera frústreraðureða depríveraður yfir einhverju er bara depressing,“ segir einn frústreraður. En ein kona svarar á þá leið að íslenskan nái kannski ekki alveg yfir það. Það er að frústrasjón sé blanda af pirringi, ósætti, svekkelsi og argelsi.

 

Pólarísering,“ segir einn. „Réttari mynd væri pólun en svo er einnig til hið góða orð skautun,“ bendir hann á. Annar tekur undir það að þetta sé vont orð. „Hljómar einsog einhver hvert bón sem maður setur á bílinn,“ segir hann.

 

Önnur orð sem nefnd eru:

Að tríta sig.“

Bakka einhvern upp.“

Að fókusera.“

Beisikklí.“

Þeoría.“

Að dodge-a.“

Podcast.

Fítus.

Móment.“

Staffadjamm.“

Að join-a.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru tilnefningarnar til Golden Globe

Þetta eru tilnefningarnar til Golden Globe
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikkonan segir ógnvekjandi hversu margir nota þyngdarstjórnunarlyf – „Vita þær hvað þær eru að setja í líkama sína?“

Leikkonan segir ógnvekjandi hversu margir nota þyngdarstjórnunarlyf – „Vita þær hvað þær eru að setja í líkama sína?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Karen missti bróður sinn: „Ég var stolt af honum að taka ábyrgð og fara aftur en honum var vísað út eftir þessa helgi“

Karen missti bróður sinn: „Ég var stolt af honum að taka ábyrgð og fara aftur en honum var vísað út eftir þessa helgi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Langþráð stytta af RoboCop loksins reist – „Hún lítur frábærlega út!“

Langþráð stytta af RoboCop loksins reist – „Hún lítur frábærlega út!“