fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Pressan

Birta sláandi upplýsingar um fund George Clooney og Joe Biden í nýrri bók

Pressan
Miðvikudaginn 14. maí 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var gestur á fjáröflunarsamkomu í Hollywood í fyrrasumar þegar hann hitti leikarann og góðkunningja sinn George Clooney. Clooney stóð fyrir viðburðinum ásamt fleirum og ræddu þeir saman augliti til auglitis.

En það var augljóst að eitthvað var ekki eins og það ætti að vera, að mati Clooney, því forsetinn virtist ekki þekkja hann þó að þeir væru gamlir kunningjar og Clooney er þar að auki einn þekktasti leikari heims.

Þessu er haldið fram í nýrri bók sem ber heitið Original Sin: President Biden’s Decline, Its Cover-Up, and His Disastrous Choice to Run Again eftir blaðamanninn Jake Tapper. NBC News fékk eintak af bókinni en hún er væntanleg í verslanir í næstu viku.

Eins og nafnið gefur til kynna fjallar bókin um Biden og þá ákvörðun hans að bjóða sig fram að nýju. Eins og frægt er orðið dró hann framboðið til baka og tók Kamala Harris við keflinu. Gerðist það meðal annars eftir að Clooney kallaði eftir því eftir hörmulega frammistöðu Bidens gegn Donald Trump í kappræðum í fyrrasumar.

„Biden kom haltrandi að honum. Clooney vissi að forsetinn væri ný lentur eftir að hafa verið á G7-leiðtogafundi á Ítalíu um morguninn og gæti þar af leiðandi verið þreyttur, en Guuuuuð minn góður – hann bjóst ekki við þessu,” segir meðal annars í bókinni.

Mun það hafa komið Clooney í opna skjöldu hversu veikburða og orkulítinn forsetinn virtist vera. „Eins og hann hefði elst um heil tíu ár síðan Clooney sá hann síðast í desember 2022. Hann tók stutt skref og aðstoðarmaður leiddi hann með því að halda um handlegg hans.”

Í bókinni kemur fram að Clooney hafi reynt að ræða létt við forsetann sem virtist ekki þekkja hann og svaraði honum með stuttum orðum. Þá hafi aðstoðarmaðurinn hvíslað að forsetanum nafnið „George Clooney“ og þá hafi eins og ljós kviknað í augunum á Biden. „Ó, já!. Sæll George,“ mun Biden hafa sagt í kjölfarið.

Clooney hefur lengi verið dyggur stuðningsaðili Demókrata og eins og fyrr segir kallaði hann eftir því að Biden myndi draga framboð sitt til baka ekki löngu eftir þennan fund þeirra í júní í fyrra. Viðraði Clooney þessa skoðun sína á pistli sem birtist í The New York Times. Kemur fram í bókinni að Clooney hafi haft samband við fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Barack Obama, og látið hann vita að hann ætlaði að skrifa umrædda grein. Obama hafi ráðið honum frá því og sagt Clooney að með því yrði Biden enn staðráðnari í að ná endurkjöri.

Í frétt NBC News kemur fram að talsmenn Bidens hafi ekki viljað tjá sig um efni bókarinnar, enda er hún ekki enn komin í verslanir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörgæs olli því að þyrla hrapaði

Mörgæs olli því að þyrla hrapaði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sefur þú best með þunga eða létta sæng? Það segir kannski meira um þig en þú átt von á

Sefur þú best með þunga eða létta sæng? Það segir kannski meira um þig en þú átt von á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamenn trúa þessu varla – Ofurgeitur þrifust á vatnslausri eyju í 200 ár

Vísindamenn trúa þessu varla – Ofurgeitur þrifust á vatnslausri eyju í 200 ár