fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Telja þetta sterka vísbendingu um að hún og tengdamamman séu enn í stríði

Fókus
Þriðjudaginn 13. maí 2025 13:06

Victoria Beckham og Nicola Peltz. Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Nicola Peltz birti enga mynd af tengdamóður sinni, Victoriu Beckham, á mæðradaginn.

Það hefur lengi verið hávær orðrómur um að kalt sé á milli Victoriu og Nicolu, sem er gift elsta Beckham syninum, Brooklyn. Erlendir miðlar hafa greint frá því að þær „þola ekki aðra og talast ekki við.“

Sjá einnig: Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný

Þetta byrjaði árið 2022, en svo virtust þær hafa náð sáttum um tíma. En síðan fóru glöggir netverjar að taka eftir því að Nicola og Brooklyn voru hætt að mæta á fjölskylduviðburði. En nýjasta útspil Nicolu á Instagram virðist ýta enn frekar undir orðróminn um að það sé rígur á milli þeirra.

Nicola birti mynd af móður sinni á sunnudaginn. „Til hamingju með mæðradaginn drottningin mín. Þú ert heimurinn minn og ég á erfitt með að trúa hversu heppin ég er að vera dóttir þín.“

Leikkonan birti einnig mynd af ömmu sinni heitinni og sagðist sakna hennar sárt. En aðdáendur tóku eftir því að hún birti enga mynd af tengdamóður sinni, Victoriu Beckham.

Samkvæmt Page Six er Nicola ósátt við Victoriu fyrir hvernig hún og David koma fram við Brooklyn. Heimildarmaður TMZ sagði fyrrverandi fótboltakappann öskra á soninn í símann.

„Hún svarar alltaf fyrir sig og Brooklyn,“ sagði heimildarmaðurinn.

Sjá einnig: Rígur á milli Beckham bræðra – Talast ekki við

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs