Meðal verkefna sem komu til kasta Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt var að tilkynnt var um fjóra aðila að stela í matvöruverslun. Réðust fjórmenningarnir á starfsmann sem var að reyna að stoppa þá. Lögreglan fór á vettvang en aðilarnir fjórir fundust ekki.
Meðal annarra verkefna voru erlendir ferðamenn komu á lögreglustöðina hvið Hverfisgötu og tilkynntu vasaþjófnað í miðbæ Reykjarvíkur.
Tilkynnt var um bílveltu, ökumaðurinn var einn í bifreiðinni og var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis, farið var með hann á bráðamóttöku til skoðunar og síðan var hann vistaður í fangaklefa vegna rannsóknar málsins.
Tilkynnt var um aðila sem voru að reyna að brjótast inn á sameign í fjölbýli, lögreglan fór á vettvang en hverjar lyktir málsins urðu kemur ekki fram í tilkynningu lögreglu.
Tilkynnt var um húsbrot og líkamsárás í heima húsi. Lögreglan fór á vettvang til að rannsaka málið en aðilinn var farinn af vettvangi.
Tilkynnt var um ökumann að spóla í hringi á bifreiðaplani fyrir utan verslun, bifreiðinn var farin þegar lögreglan kom.
Tilkynnt var um líkamsárás í heimahúsi, lögreglan fór á vettvang og var einn handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna rannsóknar málsins.
Loks má geta þess að tilkynnt var um unglingasamkvæmi, lögreglan fór á vettvang en hvort endir var þar með bundinn á samkvæmið kemur ekki fram í tilkynningu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.