Everton hefur áhuga á að krækja í sóknarmanninn Richarlison aftur frá Tottenham. Sky Sports segir frá þessu.
Brasilíumaðurinn gekki í raðir Tottenham frá Everton fyrir þremur árum en hefur lítið sýnt og mikið verið frá vegna meiðsla.
Everton er í leit að framherja fyrir sumarið þar sem meiðslapésinn Dominic Calvert-Lewin er líklega á förum, en samningur hans er að renna út.
Menn telja því upplagt að sækja hinn 27 ára gamla Richarlison, sem þekkir félagið vel og hefur staðið sig þar áður.