Sjónvarpsstjarnan Simon Cowell afhjúpar villtustu kynlífsbeiðnina sem hann hefur fengið frá aðdáanda og hversu mikið viðkomandi var tilbúinn að borga honum fyrir greiðann.
Par bauð honum 19,5 milljónir (150 þúsund dali) fyrir að dæma þau á meðan þau stunda kynlíf, en Cowell hefur um árabil verið dómari í raunveruleikaþáttum á borð við X-Factor, American Idol, America‘s Got Talent og Britain‘s Got Talent.
Dómarinn, sem er þekktur fyrir að vera harðjaxl, rifjaði upp atvikið í hlaðvarpsþættinum How to Fail ásamt öðrum litríkum augnablikum á ferlinum.
„Fólk hefur beðið mig um að vera dónalegt við það,“ sagði hann og bætti við að hann neitaði alltaf.
„Í eitt skipti var ég á veitingastað og þessi maður kemur upp að mér og segist elska þáttinn minn og bað mig um að taka mynd með sér.“ Cowell játaði og maðurinn kynnti hann síðan fyrir eiginkonu sinni. Síðan spurði maðurinn hvort Cowell væri til í að dæma þau stunda kynlíf.
Hann hélt fyrst að parið væri að grínast en komst fljótt að því að þeim væri alvara.
„Þau sögðust ætla að borga mér,“ sagði hann og viðurkenndi að hann hafi íhugað boðið í smá stund þegar þau sögðu hversu mikið þau væru tilbúin að borga. En afþakkaði að lokum.
„Þetta var bara svo furðulegt,“ sagði hann.