fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fókus

Með fjórða stigs krabbamein og tónleikaferðalaginu aflýst

Fókus
Fimmtudaginn 8. maí 2025 12:44

Brad Arnold, söngvari 3 Doors Down. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brad Arnold, söngvari bandarísku rokksveitarinnar 3 Doors Down, glímir við 4. stigs krabbamein og af þeim sökum hefur fyrirhuguðu tónleikaferðalagi sveitarinnar í sumar verið aflýst.

3 Doors Down sendi frá sér hvern smellinn á fætur öðrum upp úr aldamótum, til dæmis lögin Kryptonite, Here Without You og When I‘m Gone.

Brad er 46 ára en hann fór til læknis vegna veikinda fyrir skemmstu og var sendur í frekari rannsóknir. Kom þá í ljós að hann er með krabbamein í nýrum sem væri búið að dreifa sér í lungu.

„Það er ekki gott,“ sagði hann í tilfinningaþrunginni yfirlýsingu á samfélagsmiðlum. Hann sagðist þó ekki óttast nokkurn skapaðan hlut og ætla að berjast af fullum krafti til að ná heilsu á nýjan leik. Bað hann aðdáendur sveitarinnar að hafa hann í bænum sínum.

Arnold hefur fengið hlýjar kveðjur frá kollegum í tónlistarbransanum og sagði til dæmis Scott Stapp, söngvari Creed, að ef einhver gæti yfirstigið þessi alvarlegu veikindi væri það Brad Arnold.

„Guð blessi þig, bróðir. Þú sýnir okkur hvernig á að sigra myrkrið með ljósi,“ sagði Gavin DeGraw.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sálfræðingur segir að Harry Bretaprins þurfi hjálp eftir umdeilt viðtal

Sálfræðingur segir að Harry Bretaprins þurfi hjálp eftir umdeilt viðtal
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni

Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni