Pini Zahavi er nýr umboðsmaður Marcus Rashford og mun sjá um hans mál í sumar. Þetta kemur fram í fjölmiðlum í dag.
Pini Zahavi er þekktur í heimi umboðsmanna og hefur lokað mörgum stórum viðskiptum.
Með þessu er sagt að Rashford vonist til þess að fá félagaskipti til Barcelona í gegn í sumar.
Draumur Rashford er að spila fyrir Barcelona og telur hann að þetta geti hjálpað sér þangað.
Rashford er á láni hjá Aston Villa núna en er í eigu Manchester United.