fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Pressan

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Pressan
Miðvikudaginn 7. maí 2025 21:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sameiginleg rannsókn fjölmiðla í Kanada og Danmörku hefur varpað ljósi á manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims. Vefsíðan sem um ræðir birti ógrynni af klámefni sem búið var til með aðstoð gervigreindar og sýndi oftar en ekki fræga einstaklinga í kynferðislegum athöfnum.

Fréttaskýringa- og rannsóknarteymi CBS News, í samstarfi við rannsóknarsamtökin Bellingcat og dönsku miðlana Politiken og Tjekdet, vann að málinu og í umfjöllun CBS er ljósi varpað á manninn á bak við vefsíðuna sem bar heitið MrDeepFakes.

Umfjöllun CBS hefst svona:

„David Do virðist við fyrstu sýn vera prúður og virðulegur maður. Hann á hús rétt utan við Toronto ásamt maka sínum, ekur um á Teslu og þénar rúmar 11 milljónir króna á ári sem lyfjafræðingur á sjúkrahúsi. En hann lifði tvöföldu lífi sem lykilmaður á bak við alræmda vefsíðu sem birtir klámefni búið til með gervigreind, án samþykkis þeirra sem sýndir eru. Hann hefur ekki verið opinberaður fyrr en nú.“

Síðunni lokað varanlega

Í umfjöllun CBS kemur fram að MrDeepFakes hafi verið vinsælasta vefsíðan í heiminum með djúpfalsað klámefni og hýsti hún tugþúsundir mynda og myndbanda af frægum einstaklingum, stjórnmálamönnum áhrifavöldum og óþekktum borgurum. Eftir að rannsóknarteymið hafði samband við Do um hlutverk hans í rekstri vefsíðunnar var henni lokað varanlega.

Talið er að notendur vefsíðunnar hafi verið um 650 þúsund og greiddu sumir þeirra fyrir sérsniðin myndbönd sem oftar en ekki voru afar gróf og jafnvel ofbeldisfull. Í umfjöllun CBS kemur fram að í einu myndbandi hafi leikkonan Scarlett Johanson verið kyrkt til dauða af elthrelli, leikkonan Natalie Portman birst í hópkynlífi í öðru og í enn öðru hafi tónlistarmaðurinn Michael Bublé stundað sjálfsfróun. Svona hélt þetta áfram.

Allt var þetta gert með aðstoð djúpfölsunar, gervigreindarforrita sem geta með ótrúlegri nákvæmni búið til eða breytt stafrænu efni. Þróunin í þessu hefur verið mjög hröð á síðustu árum.

Það var ekki bara fræga og ríka fólkið sem varð fyrir barðinu á notendum vefsíðunnar. Dæmi voru um að eiginmenn pöntuðu myndir af mökum sínum eða karlmenn af konum sem þeir þekktu. Til að greiða fyrir pantanirnar var rafmynt notuð.

Mjög niðurlægjandi

„Þetta er mjög niðurlægjandi,“ segir til dæmis Sarah Z., YouTube-stjarna í Vancouver, í samtali við CBS. Efni af henni var á síðunni. „Ef einhver heldur að þetta sé skaðlaust þá er það einfaldlega rangt. Þarna á bak við eru raunverulegir einstaklingar sem verða fyrir orðsporsskaða og sálrænum skaða,“ segir hún við miðilinn.

Í umfjöllun CBS kemur fram að það sé bannað í mörgum löndum að deila klámefni sem búið er til með gervigreind. Þetta eigi til dæmis við um Suður-Kóreu, Ástralíu og Bretland og nokkur ríki innan Bandaríkjanna. Í Kanada er það hins vegar ekki bannað, enn sem komið er, en Mark Carney forsætisráðherra hefur þó lofað að gera bragarbót þar á og gera framleiðslu og dreifingu efnisins ólöglega.

Í ítarlegri umfjöllun CBS er ljósi varpað á það hvernig rannsóknarteyminu tókst að finna út nafn Davids Ho. Nafn hans kom aldrei fram á síðunni en með því að elta ýmsa þræði tókst að sigta hann út.

Bent er á það að árið 2018 hafi notandi með notendanafnið DPFKS verið stjórnandi á spjallborði MrDeepFakes. Þar sagðist hann eiga og reka síðuna og þetta sama notendanafn kom einnig frá á öðrum síðum þar sem hann lýsti rekstrinum. Með því að leita í gagnagrunnum úr gagnalekum og opinberum skrám tókst að finna raunverulegt nafn hans, Duy David Ho. Netföng hans voru tengd síðunni og birtust til dæmis í frumkóða vefsins árið 2020. Sama 11 stafa lykilorðið hafði verið notað á mörgum stöðum.

Vildi ekki kannast við málið

Í umfjöllun CBS kemur fram að yfirmenn hans af sjúkrahúsinu hafi hafið innanhússrannsókn á málinu. Talsmaður sjúkrahússins vildi ekki tjá sig nánar um málið en sagði að sjúkrahúsið fordæmdi hegðun af þessu tagi, sama hver eigi í hlut.

CBS segir að í nokkrar vikur hafi rannsóknarteymið innt hann eftir viðbrögðum en hann látið ógert að svara tölvupóstum þó hann hafi opnað þá og lesið. Þá hafi fréttamaður hitt hann á sjúkrahúsinu og spurt hann út í málið en hann sagðist ekkert vita um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk bölsótast út í fjölmiðla sem hann segir vilja sig feigan

Musk bölsótast út í fjölmiðla sem hann segir vilja sig feigan
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegt myndband af vélmenni vekur athygli – Hvað ætlaði það sér?

Óhugnanlegt myndband af vélmenni vekur athygli – Hvað ætlaði það sér?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lifðu af 36 klukkustundir umkringd krókódílum – Stóðu ofan á flugvélarflakinu

Lifðu af 36 klukkustundir umkringd krókódílum – Stóðu ofan á flugvélarflakinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skutu rússneska orustuþotu niður með sjávardróna

Skutu rússneska orustuþotu niður með sjávardróna