fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Pressan

Bað ömmu sína um að vera brúðarmeyja – Myndbandið sem netverjar skæla yfir

Pressan
Laugardaginn 10. maí 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brittany Scovel og amma hennar, Dixie Mumford, 72 ára, eru mjög nánar vinkonur. 

Nokkrar af uppáhaldsminningum Scovel úr æsku eru heimsóknir hennar til ömmu og afa. Hún vissi því um leið þegar hún trúlofaði sig að amma hennar yrði hluti af brúðkaupsdeginum. Scovel segist muna vel eftir kaffilyktinni á morgnana og hlátri ömmu sinnar fylla loftið og notalegu andrúmslofti þar sem henni leið alltaf eins og heima.

„Ég og bróðir minn, við vorum fyrstu barnabörnin hennar, við vorum alltaf að fá auka faðmlög, góðgæti og auðvitað innkaupaferðir,“ segir Scovel.

„Ég dáist að því hvernig hún er í raun og veru yndislegasta manneskja sem þú hefur nokkurn tíma hitt – svo meinlaus og full af gleði. Hún er ótrúlega óeigingjörn, setur alltaf aðra framar sjálfri sér. Hún er einstök og trygg og góð við ástvini sína.“

Scovel ákvað að gæsaferðin yrði farin til Hawaii. Hún vissi að amma hennar væri með á To Do listanum að fara til Hawaii og fannst Scovel því kjörið tækifæri að taka ömmu sína með í ferðina til að skapa nýjar minningar saman. Það var þá Scovel fékk hugmyndina um að biðja ömmu sína að vera ein af brúðarmeyjunum og koma með í gæsaferðina.

„Að hafa ömmu mína við hlið mér var ekkert mál. Hún á skilið að upplifa fegurð Hawaii alveg eins mikið og ég. Hún er einhver sem ég myndi elska að hafa með mér á stóra deginum mínum og skapa minningar með. Tilhugsunin um að deila þessari sérstöku stund með henni fyllir hjarta mitt gleði, vitandi að hún verður þarna til að verða vitni að ástinni og hamingjunni sem umlykur okkur.“

Scovel bað vinkonur sínar um að vera brúðarmeyjar með því að færa þeim stelpupakka fulla af skemmtilegu góðgæti. Hún sleppti að gefa ömmu sinni slíkan pakka, og gerði í staðinn „skilaboð í flösku“ með gátu sem tengdist Hawaii og bætti við persónulegum blæ sem endurspeglaði sameiginlega reynslu þeirra.

@brittany.scovelWas an easy YES!! 🥰🤩 Bach trip in Hawaii loading ⏳🌴

♬ original sound – Brittany Scovel 🪵🦌

Hún tók síðan atvikið þegar hún færði ömmu flöskuna upp og birti á TikTok, þar sem myndbandið hefur fengið meira en 3,2 milljónir áhorfa og hátt í 10.000 athugasemdir.

„Ég veit hvort hún sé spenntari fyrir því að fara til Hawaii eða að vera brúðarmeyja,“ sagði einn netverji.

„Hún er sannarlega ljúf og örlát sál, alveg eins og ég sagði áður,“ segir Scovel. „Að lesa í gegnum athugasemdirnar við myndbandið leið eins og ég hefði dottið í lukkupottinn bara fyrir að vera barnabarnið hennar. Það er sárt að sjá að svo margir sjá eftir því að hafa ekki beðið afa og ömmu um hluti eins og þetta, en það fyllir mig þakklæti fyrir að hafa gert það. Þegar öllu er á botninn hvolft erum við allar bara stelpur í hjartanu. Mér finnst ég vera rík að hafa einhvern jafn fallegan og góðan í lífi mínu eins og ömmu mína. Ég vona svo sannarlega að fólk taki fjölskyldu sína ekki sem sjálfsögðum hlut.

Ef þú færð tækifæri, segðu já oftar og lifðu lífinu á þínum forsendum. Þú veist aldrei hvenær lífinu er lokið. Farðu með fjölskylduna út í hádegismat, komdu þeim á óvart með blómum, mættu á fjölskyldusamkomur og segðu þeim hversu mikið þau þýða fyrir þig. Ég er svo þakklát og heppin að fá að sjá okkur núna, og fjölskyldan mín er svo heppin að fá að sjá okkur. — með ömmu mér við hlið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona komast Kínverjar fram hjá tollum Trump

Svona komast Kínverjar fram hjá tollum Trump
Pressan
Í gær

Trump útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi

Trump útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Robert Prevost er fyrsti bandaríski páfinn – Valdi sér nafnið Leó XIV

Robert Prevost er fyrsti bandaríski páfinn – Valdi sér nafnið Leó XIV
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að heimsbyggðin þurfi að búa sig undir sláandi upplýsingar í máli Madeleine

Segir að heimsbyggðin þurfi að búa sig undir sláandi upplýsingar í máli Madeleine
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætla að leggja 1.200 störf niður hjá CIA

Ætla að leggja 1.200 störf niður hjá CIA