Það er ekkert nýtt að einhverjar stjörnur reyni að ögra og vekja athygli með fatavali sínu, en sumum fannst K-poppstjarnan Lisa ganga of langt. Lisa er einnig leikkona og kannast margir við hana úr þriðju þáttaröð af White Lotus.
Stjarnan var í fötum frá Louis Vuitton, sokkabuxum, jakka og nærbuxum. En það var ekki það að hún hafi verið bara í nærbuxum sem vakti athygli, heldur hvað var á nærbuxunum.
Margir spurðu sig: „Er þetta Rosa Parks?“
rosa parks on her panties…….. https://t.co/8osgF9F8Xy
— ً (@drivenbyfilms) May 5, 2025
Rosa Parks var frelsishetja og barðist fyrir mannréttindum svartra í Bandaríkjunum. Hún varð þekkt fyrir að hafa neitað að láta hvítum manni eftir sætið sitt í Montgomery í Alabama veturinn 1955.
Mörgum þótti óviðeigandi að hafa mynd af Rosu Parks framan á nærbuxunum. En hvorki Lisa né Louis Vuitton hafa staðfest að þetta hafi verið hún.
maybe i just don’t wanna see rosa parks on LISA’s ass cheeks and that’s my fault https://t.co/dt0n6Mr0NR pic.twitter.com/0FuWIoRxK6
— ᖭི༏ᖫྀ choreᖭི༏ᖫྀ (@emiomoowo) May 5, 2025
The Cut ræddi við tískufyrirtækið og sagði talsmaður að bandaríski listamaðurinn Henry Taylor hafi búið til mynstrið sem sýnir „andlitsmyndir af persónum sem hafa verið hluti af lífi listamannsins.“
Upphaflega var það Pharrell Williams sem bað um mynstrið fyrir frumraun hans hjá Louis Vuitton fyrir vorið 2024.
Henry Taylor er þekktur fyrir að nota bæði óþekkt og þekkt andlit í verkum sínum, þannig hver getur dæmt fyrir sig hvort þetta eigi að vera Rosa Parks eða ekki.