fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Fréttir

Lögregla og sjúkralið kölluð á skemmtistað en fengu óvæntar móttökur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 4. maí 2025 08:50

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla og sjúkralið voru kölluð að skemmtistað í miðborginni í nótt vegna manns sem svaf ölvunarsvefni inni á baðherbergi. Þegar sjúkralið reyndi að ræða við manninn brást hann ókvæða við og reyndi að slást við viðbragðsaðila. Var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem hann var vistaður þar til rennur af honum.

Frá þessu greinir í dagbók lögreglu. Það kemur fram að fimm gista fangageymslur lögreglu eftir nóttina. Alls eru 85 mál skráð í kerfi lögreglu frá kl. 17 í gær til 5 í morgun.

Tilkynnt var um mann eða konu sem var að taka föt úr söfnunargámi. Atvikið átti sér stað í Breiðholti eða Kópavogi. Afgreiddi lögregla málið á vettvangi, væntanlega með tiltali, en það kemur ekki fram í dagbókinni.

Nokkrir ökumenn voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Við öryggisleit á einum slíkum fannst töluvert af fíkniefnum og er hann grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna. Var hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Varar við eldri manni sem ber sig aumlega – „Löggan er ítrekað kölluð til“

Varar við eldri manni sem ber sig aumlega – „Löggan er ítrekað kölluð til“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kiddi kanína rifjar upp Hljómalindartímann og viðskiptavininn sem hann varð „starstruck“ yfir

Kiddi kanína rifjar upp Hljómalindartímann og viðskiptavininn sem hann varð „starstruck“ yfir
Fréttir
Í gær

Magnað afrek hjá Karlottu Ósk – lauk 500+ kílómetra hlaupi fyrst íslenskra kvenna

Magnað afrek hjá Karlottu Ósk – lauk 500+ kílómetra hlaupi fyrst íslenskra kvenna
Fréttir
Í gær

Mesta krútt heims eins árs – „Ég bara elska hana svo mikið“

Mesta krútt heims eins árs – „Ég bara elska hana svo mikið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síðustu skilaboð Jeffrey Epstein voru nöturleg í meira lagi

Síðustu skilaboð Jeffrey Epstein voru nöturleg í meira lagi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

The Guardian nefnir Laugaveginn sem einn af eftirlætisáfangastöðum ævintýraferðalanga

The Guardian nefnir Laugaveginn sem einn af eftirlætisáfangastöðum ævintýraferðalanga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu

Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“