fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Lögregla og sjúkralið kölluð á skemmtistað en fengu óvæntar móttökur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 4. maí 2025 08:50

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla og sjúkralið voru kölluð að skemmtistað í miðborginni í nótt vegna manns sem svaf ölvunarsvefni inni á baðherbergi. Þegar sjúkralið reyndi að ræða við manninn brást hann ókvæða við og reyndi að slást við viðbragðsaðila. Var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem hann var vistaður þar til rennur af honum.

Frá þessu greinir í dagbók lögreglu. Það kemur fram að fimm gista fangageymslur lögreglu eftir nóttina. Alls eru 85 mál skráð í kerfi lögreglu frá kl. 17 í gær til 5 í morgun.

Tilkynnt var um mann eða konu sem var að taka föt úr söfnunargámi. Atvikið átti sér stað í Breiðholti eða Kópavogi. Afgreiddi lögregla málið á vettvangi, væntanlega með tiltali, en það kemur ekki fram í dagbókinni.

Nokkrir ökumenn voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Við öryggisleit á einum slíkum fannst töluvert af fíkniefnum og er hann grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna. Var hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Velta upp hvort nýir hluthafar þurfi að vera jarðfræðingar – „Áður en jarðhræringarnar urðu þá var Bláa lónið í rauninni peningamaskína“

Velta upp hvort nýir hluthafar þurfi að vera jarðfræðingar – „Áður en jarðhræringarnar urðu þá var Bláa lónið í rauninni peningamaskína“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Fólki hrein­lega blöskr­ar“ – María Rut segir að þessi vinnubrögð á Alþingi mættu missa sín

„Fólki hrein­lega blöskr­ar“ – María Rut segir að þessi vinnubrögð á Alþingi mættu missa sín