fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Karen bendir á rangfærslur í umræðunni um ríkisborgararétt – „Þessu fylgja gjarnan skelfingarsögur“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 3. maí 2025 20:30

Karen bendir á rangfærslur í umræðunni um ríkisborgararétt á Íslandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karen Kjartansdóttir, almannatengill og samfélagsrýnir, segir rangfærslur settar fram í umræðunni um íslenskan ríkisborgararétt. Því sé haldið fram að það séu aðallega múslimar og karlar sem fái ríkisborgararétt þegar staðreyndin sé allt önnur.

„Sumir hafa undanfarið lýst áhyggjum yfir því að erlendir karlmenn fái íslenskan ríkisborgararétt og ekki nóg með það, heldur er því oft haldið fram að þetta séu helst múslímar eða menn af arabískum uppruna,“ segir Karen í færslu á samfélagsmiðlum í dag. „Þessu fylgja gjarnan skelfingarsögur og rangfærslur á síðum eins og fréttin . is þar sem þetta er sett fram sem áhyggjur um öryggi kvenna.“

Kafaði hún hins vegar í tölulegt efni frá Hagstofu Íslands og þar sjáist að staðreyndin sé allt önnur.

Árið 2023 hafi 649 fengið íslenskan ríkisborgararétt. 53 prósent af þeim séu konur en 47 prósent karlar.

Langflestir komu frá Póllandi, eða 156 einstaklingar. 40 frá Tælandi, 30 frá Filippseyjum, 25 frá Lithén og færri frá öðrum löndum.

„Vernd kvenna“

„Konur eru líklegri en karlar til að fá ríkisborgararétt og þetta hefur haldist stöðugt í tvo áratugi. Sérstaklega á þetta við um konur frá Asíu og Austur-Evrópu sem flytja til landsins vegna fjölskyldutengsla eða starfa í umönnunar- og heilbrigðisgeiranum,“ segir Karen.

Segir hún að umræðan litist af rangfærslum og tilætlunarsemi.

„Umræðan um ríkisborgararétt er stundum notuð sem skálkaskjól til að koma fram með grófar alhæfingar undir yfirskini „verndar kvenna“. Slíkar yfirlýsingar fela gjarnan í sér rasisma og andúð á innflytjendum án þess að neinar staðreyndir styðji fullyrðingarnar,“ segir Karen. „Sú hugmynd að erlendir karlmenn séu sérstök ógn við íslenskar konur á rætur í gömlu ástandsára-narratífi. Ef einhverjir hafa áhyggjur af kynblöndun, sem er áhyggjuefni sem byggir á kynþáttahyggju frekar en staðreyndum, þá sýna tölurnar einnig að karlmenn virðast leggja þar meira af mörkum en konur. Sú hugmynd að erlendir karlmenn séu sérstök ógn við íslenskar konur á rætur í gömlu ástandsára-narratífi. Ef einhverjir hafa áhyggjur af kynblöndun, sem er áhyggjuefni sem byggir á kynþáttahyggju frekar en staðreyndum, þá sýna tölurnar einnig að karlmenn virðast leggja þar meira af mörkum en konur.“

Það sé hins vegar svo að fleiri erlendir karlar séu búsettir hér en konur, sem skýrist af því að í byggingariðnaði starfi að mestu leyti karlar.

„Þetta eru hins vegar ekki einstaklingar sem eru að fá íslenskan ríkisborgararétt. Þeir eru yfirleitt hér tímabundið með dvalar- og atvinnuleyfi og hafa engan áhuga á að dvelja hér lengur en þarf. Að rugla saman tímabundnu dvalarleyfi og ríkisborgararétti er villandi og ýtir undir órökstuddan ótta,“ segir Karen. „Byggjum umræðuna á staðreyndum, ekki hræðsluáróðri. Það er eðlilegt að ræða hvernig við samþættum nýja Íslendinga. En umræðan verður að byggja á gögnum, sanngirni og raunverulegum áskorunum ekki fordómum, falsfréttum eða duldum ásetningi um að útiloka ákveðna hópa úr samfélaginu“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Í gær

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunaður um að halda erlendum ferðamanni í gíslingu á Hverfisgötu

Grunaður um að halda erlendum ferðamanni í gíslingu á Hverfisgötu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“