fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 2. maí 2025 15:46

Sigurður Almar. Skjáskot Kompás

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geðfatlaður síbrotamaður með þroskaröskun, Sigurður Almar, situr núna í gæsluvarðhaldi á óþekktum stað, vegna rannsóknar á lögreglu á atviki á heimili Sigurðar við Hverfisgötu um helgina. Sigurður er grunaður um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann.

Verjandi Sigurðar, Eva Hauksdóttir lögmaður, segist í samtali við DV hafa kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn yfir skjólstæðingi hennar til Landsréttar. Hún segir Sigurð vissulega ekki eiga að vera á eigin vegum en hann eigi samt ekki  heima í gæsluvarðhaldi.

Sigurður var úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli d) liðar 95. greinar laga um meðferð sakamála, þ.e. á grundvelli þess að telja megi gæsluvarðhald nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum sakbornings ellegar hann sjálfan fyrir árásum eða áhrifum annarra manna.

Eva segir að í rauninni sé Sigurður samt úrskurðaður í gæsluvarðhald á læknisfræðilegum forsendum, sem sé ekki í samræmi við lög. „Málið er að hann er ekkert hættulegri en hann hefur verið, hann er búinn að vera hættulegur mjög lengi. Það er enginn ágreiningur um að maðurinn á ekki að vera á eigin vegum en það á ekki að beita gæsluvarðhaldi heldur öðru úrræði. Við erum hins vegar ekki með réttarvörslukerfi sem ætlað er að taka á svona vandamálum.“

Eva segir að Afstaða, félag fanga, hafi beitt sér fyrir því að Sigurður gæti lifað í öruggu umhverfi en borgin hafi ekki viljað taka þátt í þeim kostnaði sem því fylgir.

Sigurður á langan brotaferil að baki, meðal annars vegna ofbeldis- og kynferðisbrota. Fyrir ekki löngu lauk hann afplánun á fimm ára fangelsisdómi fyrir kynferðis- og ofbeldisbrot.

Hann hefur frá fæðingu strítt við margskonar andlegar og líkamlegar raskanir. Fjallað var um Sigurð í þættinum Kompási árið 2023 og segir þar meðal annars:

„Sigurður Almar er 39 ára og glímir við fjölþættan vanda. Hann fæddist skyndilega eftir sjö mánaða meðgöngu og var mikið veikur sem barn. Ungur sýndi hann hegðunarvandamál sem versnuðu mikið þegar hann byrjaði í skóla. Sigurður var sendur í greiningar í kringum átta ára aldur og er með ofvirkni, þráhyggju, ADHD og misþroska. Í grunnskóla byrjaði hann að fikta við fíkniefni og var fljótlega vistaður á meðferðarheimilinu Stuðlum og á Háholti.“

Sjá nánar hér.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lalli Johns bjargaði konum frá ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur

Lalli Johns bjargaði konum frá ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur
Fréttir
Í gær

Sigrún leggur til útför þessara merkingarlausu orða – „Það yrði heldur betur þörf athöfn“

Sigrún leggur til útför þessara merkingarlausu orða – „Það yrði heldur betur þörf athöfn“