fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. maí 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, hefur svarað grein Þorbjargar S. Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra.

Guðni og Þorbjörg hafa átt í orðaskiptum á síðum Morgunblaðsins að undanförnu og var það Guðni sem reið á vaðið í kjölfar viðtals Dagmála við Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóra á Suðurnesjum. Velti hann fyrir sér hvers vegna glæpagengi ættu svona auðveldan aðgang að landinu. Benti hann á að glæpagengin þurfi lítið að óttast vopnlausa og fjárvana lögreglu.

„Hvers vegna koma 7% flug­f­arþega um Kefla­vík með nafn­leynd? Svaraðu því, Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir dóms­málaráðherra. Lokaðu þessu gati strax,“ sagði Guðni meðal annars.

Sjá einnig: Guðni rifjar upp samtal:„Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Þorbjörg svaraði þessum orðum Guðna í vikunni með þeim orðum að verið væri að gera helling til að bregðast við. Þá hefði Guðni hengt bakara fyrir smið með því að benda á Schengen en ekki þá ríkisstjórn sem hann studdi síðastliðin sjö ár. Bætti hún við að Guðni virðist hafa gleymt sér við skrifin og ekki tekið eftir umfjöllun um aðgerðir nýrrar ríkisstjórnar.

Íslendingar fari úr Schengen

Í grein sinni í dag segir Guðni að Þorbjörg viðurkenni að ástandið sé óboðlegt og hún hafi tíundað eitt og annað smálegt sem gæti orðið til bóta.

„Hún sér hins veg­ar ekki aðal­atriðið – eða vill a.m.k. ekki tala um það. Nefni­lega að höggva ein­fald­lega á hnút­inn eins og Al­ex­and­er mikli forðum: Segja Íslend­inga úr Schengen-sam­starf­inu eða að taka hið minnsta upp okk­ar eig­in landa­mæra­vörslu eins og marg­ar þjóðir gera þrátt fyr­ir aðild sína að Schengen,“ segir Guðni og heldur áfram:

„Ráðherr­an­um finnst gam­an að leggja lykkju á leið sína til þess að draga mig sem fyrr­ver­andi hitt og þetta til ábyrgðar á getu­leysi síðustu rík­is­stjórn­ar. Þar kom ég auðvitað hvergi nærri og hef bæði gagn­rýnt hana í mín­um flokki og op­in­ber­lega. Í þeim efn­um hafa ís­lensku landa­mær­in alla tíð verið mér hug­leik­in á marg­an hátt, hvort held­ur sem er til þess að standa vörð um mann­lífið, nátt­úr­una, mat­væla­ör­yggi, heil­brigði dýra­stofna, vöxt og viðgang land­búnaðar­ins o.fl. Fyrr­ver­andi rík­is­stjórn á með húð og hári vand­ræðin þau sjö ár sem hún stjórnaði eða stjórnaði ekki landa­mær­un­um, fór vill veg­ar í leigu­bíla­akstr­in­um og gerði sig seka um alls kyns meðvirkni sem eng­inn fram­sókn­ar­maður get­ur rétt­lætt eða verið hreyk­inn af.“

Sjá einnig: Þorbjörg svarar Guðna:Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Aumingjaskapur á landamærunum

Guðni segir að munurinn á honum sem fyrrverandi og ráðherranum sem núverandi blasi við.

„Þor­björg sit­ur með veld­is­sprot­ann í hendi. Hún get­ur tekið af skarið og leyst úr því ófremd­ar­ástandi sem lang­stærst­ur hluti þjóðar­inn­ar vill að tekið verði taf­ar­laust á. Ég get það ekki þótt feg­inn vildi. Aum­ingja­skap­ur­inn á landa­mær­un­um kost­ar fólkið í land­inu, skatt­greiðend­ur, gríðarlega fjár­muni sem í mín­um huga er bein­lín­is hent út um glugg­ann,“ segir hann og bætir við að hér dugi engin vettlingatök.

„Þeir sem á annað borð kom­ast inn í Schengen-lönd­in geta ferðast þar um án þess að fram­vísa vega­bréf­um og gefa upp rétt nafn. Þar á meðal hingað til lands. Svörtu sauðirn­ir líka. Þess vegna stefn­ir ekki bara í óefni held­ur hafa óveðurs­ský­in hrann­ast upp í lang­an tíma. Ófremd­ar­ástandið er ekki áhyggju­efni morg­undags­ins held­ur líðandi stund­ar. Mál er að linni. Þú get­ur – en þarft að hafa til þess meiri kjark en for­ver­ar þínir við stjórn­völ­inn. Það er eng­in lausn að byggja nýtt tukt­hús á landa­mær­un­um og kalla það „brott­far­ar­stöð“ með til­heyr­andi gæslu. Sömu millj­arðarn­ir munu fjúka út um glugg­ann. Taktu af skarið á meðan þú hef­ur vald til. Í dag ertu nú­ver­andi. Á morg­un gæti það verið orðið of seint.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hrottaleg handrukkun: Þrír menn ákærðir fyrir frelsissviptingu

Hrottaleg handrukkun: Þrír menn ákærðir fyrir frelsissviptingu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Í gær

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Í gær

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos