fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Eyjan

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða

Eyjan
Föstudaginn 2. maí 2025 03:15

Elon Musk

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elon Musk og Donald Trump lofuðu Bandaríkjamönnum að ná miklum sparnaði fram hjá alríkisstjórninni en nú bendir ýmislegt til að niðurstaðan verði þveröfug og að starf Musk, með niðurskurðarteymið DOGE, verði þjóðinni dýrt.

DOGE hefur rekið opinbera starfsmenn í þúsundatali og skorið niður í bákninu að eigin sögn og segir Musk að þetta hafi sparað skattgreiðendum milljarða dollara.

En nú virðist sem sparnaðurinn sé ekki eins mikill og Musk vill vera láta því himinhár reikningur er að lenda á skattgreiðendum vegna allra brottrekstranna.

Óhagnaðardrifnu samtökin The Partnership for Public Service telja að brottrekstrar, endurráðningar og glötuð framleiðni muni kosta skattgreiðendur 135 milljarða dollara en það svarar til um 17.300 milljarða króna.

The New York Times skýrir frá þessu og segir að þetta sé ekki öll sagan því Budget Lab, hjá Yale háskólanum, telji að uppsagnir ríkisstarfsmanna kosti ríkissjóð sem svarar til 1.150 milljarða króna í tekjur.

Þá á eftir að útkljá fjölda dómsmála vegna sparnaðaraðgerðanna og gætu dómsmálin bætt enn við kostnað ríkisins.

Það er því hætt við að sá mikli sparnaður sem Musk lofaði skattgreiðendum verði mun minni en lagt var upp með og jafnvel enginn.

Musk lofaði að ná fram sparnaði upp á 1 billjarð dollara en nýlega viðurkenndi hann að það sé ekki hægt og að sparnaðurinn verði væntanlega um 150 milljarðar dollara eða aðeins 15% af því sem lagt var upp með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gylfi Magnússon: Áföllin í ár hversdagsleg – vel viðráðanleg fyrir hagkerfið

Gylfi Magnússon: Áföllin í ár hversdagsleg – vel viðráðanleg fyrir hagkerfið
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Ramakvein bílaleiguforstjóra

Svarthöfði skrifar: Ramakvein bílaleiguforstjóra
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Af hverju hatar Trump Evrópu?

Thomas Möller skrifar: Af hverju hatar Trump Evrópu?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng