fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fréttir

Efling lætur Morgunblaðið heyra það – „Mikið óskaplega er þetta smámannleg fyrirsögn“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 1. maí 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efling og Morgunblaðið hafa löngum eldað grátt silfur saman og engin breyting hefur orðið á því í dag á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks. Upplýsingafulltrúi Eflingar gagnrýnir harðlega framsetningu fréttar á vef blaðsins, Mbl.is., af þeirri staðreynd að greiða þurfti aðgangseyri til að komast á fjölskylduskemmtun félagsins sem haldin verður síðar í dag þegar útifundi á Ingólfstorgi lýkur.

Fyrirsögn fréttarinnar er „Efling rukkaði inn á fjölskylduskemmtunina“ en fréttin er afar stutt. Þess er getið að skemmtunin er haldin á Hvalasafninu á Granda og greiða hafi þurft 500 krónur fyrir aðgöngumiða.

Freyr Rögnvaldsson upplýsingafulltrúi Eflingar sem hefur sjálfur starfað við blaðamennsku er ekki sáttur við þessa framsetningu Morgunblaðsins og fer ekki í grafgötur með það á samfélagsmiðlum:

„Mikið óskaplega er þetta smámannleg fyrirsögn hjá Mogganum. Miðinn inn á fjölskylduhátíð Eflingar kostaði litlar 500 krónur en allt sem í boði er á hátíðinni er innifalið. Og það er ekki lítið.“

Síðan telur Freyr upp það helsta sem er í boði fyrir þessar 500 krónur en eins og áður segir kom ekkert fram um það í frétt Morgunblaðsins.

Í boði verða meðal annars pizzur, hamborgarar, kleinuhringir, popp, ís, kandífloss, tónlistarflutningur, sirkus, myndabás, andlitsmálning fyrir börn og fleira.

Þess er heldur ekki getið í fréttinni að miðar á skemmtunina voru seldir í forsölu til félagsfólks í Eflingu og fjölskyldna þeirra og var uppselt fyrir tveimur dögum.

Mörgum sem rita athugasemd við færslu á Facebook-síðu Mbl þar sem fréttinni er deilt þykir ekki mikið til fréttaflutningsins koma. Sem dæmi má nefna eftirfarandi:

„Þetta er svakalegt!!! Veit Hallgrímur Helga þetta!?“

„Frétt, það var að berast frétt.“

„Gúrkutíð hjá Mogga.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa
Fréttir
Í gær

Kjaftaglaði starfsmaðurinn rekinn og kærður

Kjaftaglaði starfsmaðurinn rekinn og kærður
Fréttir
Í gær

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áramótaheit unga parsins vakti athygli Ögmundar – Minnti hann á óþægilega tilfinningu

Áramótaheit unga parsins vakti athygli Ögmundar – Minnti hann á óþægilega tilfinningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýsk kona faldi ógrynni af ketamíni og MDMA í bíl – Staðin að verki í Hólshrauni

Þýsk kona faldi ógrynni af ketamíni og MDMA í bíl – Staðin að verki í Hólshrauni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Selfyssingur þvættaði 10 milljónir – Sagðist hafa fengið peningana með því að selja skálar og Pokemon-spil

Selfyssingur þvættaði 10 milljónir – Sagðist hafa fengið peningana með því að selja skálar og Pokemon-spil
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svört skýrsla um húsnæðiskerfið – Verð hækkar tvöfalt hraðar en laun og unga fólkið fast í foreldrahúsum

Svört skýrsla um húsnæðiskerfið – Verð hækkar tvöfalt hraðar en laun og unga fólkið fast í foreldrahúsum