fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Karl konungur um greininguna – „Ógnvekjandi reynsla að vera sagt að þú sért með krabbamein“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 30. apríl 2025 19:00

Karl III greindist fyrir fimmtán mánuðum síðan. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl III Bretakonungur tjáði sig um krabbameinsgreininguna í tilefni af boði krabbameinsfélaga til Buckinghamhallar í dag. Hann sagði það hafa verið ógnvekjandi reynslu að fá fréttirnar.

Breska blaðið The Daily Mail greinir frá þessu.

Í febrúar í fyrra var greint frá því að Karl konungur hefði greinst með krabbamein. Meinið fannst þegar hann fór í aðgerð vegna stækkunnar blöðruhálskirtils.

Nú, fimmtán mánuðum eftir greininunga, vitnaði hann í hina látnu baráttukonu Deborah Jones. „Finndu líf sem vert er að njóta, taktu áhættur, elskaðu djúpt, hafðu ekki eftirsjá og vertu ávallt, ávallt með byltingarkennda von að vopni,“ sagði Karl.

Karl, sem er 76 ára gamall, er í meðferð og að sögn bresku krúnunnar er hún að ganga vel. Karl er ekki sá eini í fjölskyldunni sem er að glíma við krabbamein en tengdadóttir hans, Katrín prinsessan af Wales, greindist á svipuðum tíma og Karl.

Sendi hann þakkir og árnaðaróskir til þeirra sem sinna og hjálpa krabbameinsveikum í Bretlandi. 390 þúsund manns fá greiningu á hverju ári þar í landi, meira en þúsund á dag.

„Það er ógnvekjandi reynsla að vera sagt að þú sért með krabbamein,“ sagði Karl. „Bæði fyrir þig og aðstandendur þína.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu