fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Karl konungur um greininguna – „Ógnvekjandi reynsla að vera sagt að þú sért með krabbamein“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 30. apríl 2025 19:00

Karl III greindist fyrir rúmlega 16 mánuðum síðan. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl III Bretakonungur tjáði sig um krabbameinsgreininguna í tilefni af boði krabbameinsfélaga til Buckinghamhallar í dag. Hann sagði það hafa verið ógnvekjandi reynslu að fá fréttirnar.

Breska blaðið The Daily Mail greinir frá þessu.

Í febrúar í fyrra var greint frá því að Karl konungur hefði greinst með krabbamein. Meinið fannst þegar hann fór í aðgerð vegna stækkunnar blöðruhálskirtils.

Nú, fimmtán mánuðum eftir greininunga, vitnaði hann í hina látnu baráttukonu Deborah Jones. „Finndu líf sem vert er að njóta, taktu áhættur, elskaðu djúpt, hafðu ekki eftirsjá og vertu ávallt, ávallt með byltingarkennda von að vopni,“ sagði Karl.

Karl, sem er 76 ára gamall, er í meðferð og að sögn bresku krúnunnar er hún að ganga vel. Karl er ekki sá eini í fjölskyldunni sem er að glíma við krabbamein en tengdadóttir hans, Katrín prinsessan af Wales, greindist á svipuðum tíma og Karl.

Sendi hann þakkir og árnaðaróskir til þeirra sem sinna og hjálpa krabbameinsveikum í Bretlandi. 390 þúsund manns fá greiningu á hverju ári þar í landi, meira en þúsund á dag.

„Það er ógnvekjandi reynsla að vera sagt að þú sért með krabbamein,“ sagði Karl. „Bæði fyrir þig og aðstandendur þína.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Í gær

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Í gær

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærðu deiliskipulag umdeilds hverfis í Garðabæ – Íbúar búast við skugga og hávaða

Kærðu deiliskipulag umdeilds hverfis í Garðabæ – Íbúar búast við skugga og hávaða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar