fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

NASA hefur reiknað út hvenær dómsdagur verður – Útlitið er svart – eða hvað?

Pressan
Laugardaginn 3. maí 2025 20:00

NASA hefur reiknað út hvenær heimsendir verður. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA hafa reiknað út hvenær dómsdagur rennur upp hér á jörðinni. Niðurstaðan er ekki beinlínis uppörvandi og spurning hvort það sé virkilega gott að vita þetta?

Með aðstoð ofurtölvu og reiknilíkana gerðu vísindamennirnir tímalínu fyrir framtíðina hér á jörðinni. Þeir segja að það verði vinkona okkar og lífgjafi, sólin, sem mun að lokum gera út af við lífið hér á jörðinni.

Þegar hún eldist, mun hún senda enn meiri hita frá sér og hún mun þenjast út og að lokum „gleypa“ innstu pláneturnar í sólkerfinu, þar á meðal jörðina okkar ástkæru.

Útreikningarnir sýna að lífið verður sífellt erfiðara hér á jörðinni næstu 999.999.996 árin. Því mun síðan ljúka alveg árið 1.000.002.021. Ofurtölvan segir að hitastigið muni hækka mikið og loftgæðin minnka mjög mikið.

Þetta er auðvitað ekki að fara að gerast í náinni framtíð og auðvitað spurning hvort við verðum búin að gera út af við okkur sjálf áður en þessi tímapunktur rennur upp?

Nú þegar er hnattræn hlýnun farin að segja til sín sem og breytingar á umhverfinu af völdum okkar mannanna og gerist þetta hraðar en spáð var.

En það er einnig ljós í myrkrinu því vísindamennirnir segja að tækniframfarir muni hugsanlega koma okkur til bjargar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu