fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Höfðu loksins hendur í hári trjáaraðmorðingjans – „Allir vildu vita hver gerði þetta og hvers vegna“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 24. apríl 2025 21:30

Groft er talinn bera á byrgð á lífum allavega 11 trjáa. Myndir/Lögreglan í Los Angeles

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Samuel Patrick Groft var nýlega handtekinn í borginni Los Angeles grunaður um alvarleg skemmdarverk á trjám. Er hann talinn vera einhvers konar trjáaraðmorðingi.

Lögreglan í Los Angeles tilkynnti um handtöku Groft á þriðjudag, 22. apríl. Hefur hann verið ákærður fyrir alvarleg skemmdarverk í miðborg Los Angeles, í Westlake héraði og Glassel Park. Er hann grunaður um að saga niður tré með keðjusög eins og segir í frétt People um málið.

Lögreglan hafði áður lýst eftir og varað við Groft og sagt að hann væri hættulegur. Ættu borgarar ekki að koma nálægt honum en láta lögreglu vita ef þeir sæju hann.

Groft er grunaður um að hafa sagað niður tré 17., 18., 19. og 22. apríl. Alls er talið að hann hafi sagað niður 11 tré. Tjónið er talið nema 347 þúsund dollurum, eða um 44,5 milljónum króna.

Eitt af fórnarlömbum Groft. Mynd/Lögreglan í Los Angeles

„Ég hef aldrei áður séð neinn ráðast á tré áður, sérstaklega ekki í kringum Jarðardaginn. Allir vildu vita hver gerði þetta og hvers vegna. Við vitum nú hver þetta var. Rannsóknin snýst um að komast að því hvers vegna hann gerði þetta,“ sagði Lilian Carranza, lögreglustjóri í Los Angeles á blaðamannafundi.

Lögreglan telur að fjöldamorðið á trjánum sé ekki einu glæpirnir sem Groft hafi framið. Rannsókn á óskyldum glæpum hans standa yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Í gær

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“