fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Borgaryfirvöld í Vilníus gera rýmingaráætlun vegna hugsanlegrar innrásar – Breikka vegi og brýr

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 23. apríl 2025 21:00

Vilníus er falleg borg. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgaryfirvöld í Vilníus, höfuðborgar Litháen, hafa látið gera rýmingaráætlun fyrir hugsanlega árás. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur haft í hótunum við Litháen eins og nágrannaríki þeirra við Eystrasaltið.

Um 540 þúsund manns búa í Vilníus, eða um 19 prósent af öllum íbúum landsins. Borgin liggur í austurhluta landsins, aðeins um 40 kílómetrum frá landamærunum að Hvíta Rússlandi. Hvítrússar eru helstu bandamenn Rússa sem hafa haft í hótunum við Litháen en Vladímír Pútín forseti fer ekki dult með þann vilja sinn að færa landamæri Rússlands að þeim sem þau voru á keisaratímanum. Þá var Litháen hluti af Rússlandi.

Stutt frá Hvíta Rússlandi

Ríkisstjórn Litháen hefur á undanförnum árum varað við árásargirni Rússa, ekki síst eftir innrásina inn í Úkraínu. Þrátt fyrir að Eystrasaltslöndin hafi gengið í Atlantshafsbandalagið árið 2004 eru Litháar uggandi. Sérstaklega eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti komst til valda, en bandalagið hefur sjaldan verið jafn ótryggt í 80 ára sögu þess.

Eins og aðrar Evrópuþjóðir, svo sem Svíar og Þjóðverjar, eru Litháar að búa borgara sína undir hugsanlegt stríð og innrás. Í slíkri innrás á Litháen yrði vafalaust gerð skyndisókn á Vilníus, sennilega frá Hvíta Rússlandi. Þess vegna hafa borgaryfirvöld kynnt rýmingaráætlun sína.

Eins og segir í umfjöllun breska ríkissjónvarpsins BBC um málið þá eru þúsundir rússneskra hermanna í Hvíta Rússlandi. Hvíta Rússland var líka notað sem stökkpallur fyrir innrásina í Úkraínu í febrúar árið 2022.

Auk þess að eiga löng landamæri að Hvíta Rússlandi á Litháen einnig landamæri að Rússlandi sjálfu. Það er héraðinu Kalíníngrad sem liggur vestan við Eystrasaltslöndin, þar sem er stór flotastöð og mikið af flugskeytum geymd.

Breikka vegi og brýr

Í rýmingaráætluninni sem kynnt hefur verið af ríkismiðlinum LRT má sjá að íbúar hafa 150 leiðir til þess að komast hratt út úr borginni. Íbúar fá SMS og send verða hljóðmerki með loftvarnaflautum. Þá er hönnun sérstaks almannavarna smáforrits í gangi.

Samfara þessu stendur til að gera breytingar á innviðum borgarinnar til þess að gera rýmingu auðveldari. Það er breikkun sumra vega og brúa til þess að fleiri komist burtu í einu.

Valdas Benkunskas, borgarstjóri Vilníus, ítrekaði hins vegar að rýming yrði síðasta úrræðið til þess að vernda líf og limi borgarbúa. Það er ef her landsins tækist ekki að verja borgina fyrir innrás.

Nota reynslu Úkraínu

Borgaryfirvöld í Vilníus litu að hluta til til reynslu Úkraínumanna í upphafsvikum innrásarinnar árið 2022. Það er einkum hvernig Úkraínumönnum tókst að hrinda sókn Rússa inn í Kíev. Kom það mörgum á óvart að Úkraínumönnum skyldi hafa tekist það.

Þó að rýmingaráætlunin hafi verið hönnuð með innrás óvinahers í huga þá mun hún einnig nýtast til annars. Til dæmis sem viðbragð við meiriháttar náttúruhamförum eða kjarnorkuslysi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast