fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Pressan

Komst lífs af úr hættulegum aðstæðum og eignaðist kærustu í leiðinni

Pressan
Miðvikudaginn 23. apríl 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvenjuleg ástarsaga hefur vakið athygli í Bandaríkjunum en það varðar þau Mitchell O‘Brien og Breanne Sika sem nú eru par eftir að sá fyrrnefndi lenti í óhugnanlegum aðstæðum á dögunum.

Mitchell er mikill áhugamaður um skrautsteina og var hann í einum slíkum leitarleiðangri ásamt Breanne þegar hann festist í kviksyndi í flæðarmálinu við Van‘s Beach við Michiganvatn.

Þau gengu fram á svæði í flæðarmálinu sem virtist öðruvísi en önnur svæði. Um leið og Breanne sleppti orðinu um að það gæti verið hættulegt að fara þarna yfir sökk Mitchell í sandinn og gat sig hvergi hreyft.

Mitchell og Breanne hafa verið góðir vinir síðastliðin tvö ár en ekkert meira en það. Það má þó segja að samband þeirra hafi færst á næsta stig þegar þau brugðu á það ráð að hringja í neyðarlínuna eftir aðstoð.

Í símtalinu við neyðarlínuna vísaði Mitchell nefnilega til Breanne sem kærustu sinnar og sagði að hún hefði reynt árangurslaust að losa hann. Á sama tíma var Breanne einnig að hringja eftir aðstoð og þegar starfsmaður neyðarlínunnar svaraði sagði hún að „kærasti hennar“ væri einnig að reyna að hringja.

Það er skemmst frá því að segja að slökkviliðsmenn voru fljótir á vettvang og tókst þeim að losa Mitchell úr kviksyndinu. Síðan þetta gerðist fyrr í þessum mánuði hafa þau Mitchell og Breanne verið óaðskiljanleg og eru ástfangin upp fyrir haus.

Í viðtali við NBC News segir Sika að þau hafi verið bestu vinir síðastliðin tvö ár og þau hafi augljóslega bæði reynt að fela hvaða tilfinningar þau bæru í brjósti hvor til annars. Það sé hins vegar liðin tíð eftir uppákomuna á dögunum.

Myndband af umfjöllun NBC News má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis